Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 133
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 3 133 bók Þórs sem mikilvægt framlag til end- urmats á listhandverki fyrri tíma, ekki síst mikilvægum vaxtarbroddum sjón- listarinnar á 19. öld, sem að ósekju hafa verið allt of lengi í skugga akademískrar myndlistar, málverksins og höggmynd- arinnar. Guðbjörn Sigurmundsson Maðurinn og jörðin Þorsteinn frá Hamri: Skessukatlar. Mál og menning 2013. Þorsteinn frá Hamri hefur átt sér trygg- an lesendahóp í rösklega hálfa öld, rúm 55 ár eru liðin frá því hans fyrsta bók Í svörtum kufli kom út árið 1958 þegar hann var aðeins tvítugur að aldri, og vakti þegar mikla athygli fyrir óvenju þroskað verk. Æ síðan hafa lesendur getað sótt til hans djúpan skáldskap, þar sem skáldið bregst af heilindum og alvöru við tíðindum aldarinnar . Frum- samdar ljóðabækur hans eru nú orðnar tuttugu talsins og er Skessukatlar sú nýjasta. Nafn bókarinnar er sótt í jarð- fræðimyndanir en skessukatlar eru holur í bergi sem myndast við að stein- hnullungar þyrlast í hringiðu. Kraftar náttúrunnar eru í þjóðtrúnni kenndir við skessur og þetta nýtir skáldið sér og velur bók sinni lýsandi nafn sem er hæfilega torrætt eins og reyndar allur skáldskapur Þorsteins þar sem sjaldan er allt sem sýnist. Ljóð hans standa föst- um fótum í íslenskri hefð og sögu en þá er bara hálf sagan sögð því ljóðin eru jafnframt tjáning og andóf nútíma- manns við áraun tímans. Þar er margt mótdrægt og öfugsnúið eins og kemur glögglega fram í síðustu bókum skálds- ins Allt kom það nær 2008 og Hvert orð er atvik 2011. Skessukatlar er ekki jafn pólitísk bók og þær, meira er hér um ljóð sem bera vitni um glímu ljóðmæl- andans við sjálfan sig og tímann. Mörg ljóðanna fjalla um hverfulleikann, hin óumflýjanlegu endalok mannlegs lífs og þá ógn sem steðjar að jörðinni. Skáldið beinir sjónum sínum inn á við og veltir fyrir sér merkingu mannlegrar tilveru frá ýmsum hliðum og varpar á hana skáldlegu ljósi. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna er jörðin skáldinu hug- leikin í þessari bók og þeir kraftar sem á hana orka. Dæmi um vangaveltur skáldsins um viðleitni mannsins á jörðinni er ljóðið „Landkönnuðir“: Að hörfa til baka er huganum einum fært og við sem áttum í vonum auglýsta, ylvolga svefnskóga horfum, stjarfir í núinu, fram af nöf, á brimrótið stíga hærra upp hamrana! Of heitt, of kalt … Svo lýstur okkur sem leiftur allt sem var rannsakað, rætt í þaula, mulið til mergjar og vitað: Jörð og maður, loft, lögur og tími. Hér er mikið sagt í fáum, meitluðum ljóðlínum. Ljóðið hnitast um niðurstöð- una í lokalínunum þar sem höfuðskepn- urnar koma við sögu nema í stað eldsins kemur tíminn. Það er ógerlegt að snúa við nema í huganum og þeir náðugu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.