Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 18
B r y n d í s B j ö r g v i n s d ó t t i r 18 TMM 2014 · 3 hversu sjálfsmynd hans hefur litast sterklega af hans líkamlega ástandi, en hann lýsti sjálfum sér oft sem aumingjalegum og jafnvel heimskum – „I’m obsessed with the fact that I am skinny and stupid,“43 skrifaði hann til að mynda í dagbók sína. Í bréfinu sem hann skildi eftir sig (sjálfsmorðsnótunni) kom einnig fram að hann fyndi ekki lengur fyrir gleði og fyndi fyrir stöðugu samviskubiti. Að lokum óskaði hann lesendum bréfsins friðar, ástar og samkenndar (e. empathy).44 Þessi persónueinkenni45 Kurts hafa samkvæmt Charles R. Cross, höfundi bókarinnar Heavier than Heaven, ævisögu Kurts Cobain, hjálpað til við að marka hina nýju tónlistarstefnu grunge sem gerði út af við glamúrkennt „lokkarokk“ (e. hair­metal) níunda áratugarins, ekki aðeins vegna tónlistarinnar sjálfrar heldur einnig vegna þess að textar Cobains gáfu rokktónlist merkingu að nýju46 og hann nýtti sér þjáningar sínar til þessarar tilfinningaríku og persónulegu listsköpunar.47 Ég hafði þessi persónueinkenni (sjúkdómseinkenni IBS) í huga þegar ég skrifaði Hafnfirðingabrandarann, en þar kemur fram að Klara þoli ekki stress og henni sé stundum illt í maganum og fleira í þeim dúr. Og þess vegna heldur hún að hún verði öryrki þegar hún verður stór. Í ferlinu ákvað ég snemma að Klara væri IBS-magasjúklingur sem hefur ekki fengið greiningu, og þess vegna eru kvíði, verkir og annað sem hún lýsir og einkennir IBS, í bakgrunni sögunnar. Hún leitar þá í sykur (er í raun og veru nammifíkill) til að „róa taugarnar“ eins og hún orðar það sjálf og deyfa kvíðann. Klara er þó alls ekki jafn langt leiddur IBS-sjúklingur og dagbókaskrif Cobains vitna um en engu að síður langaði mig að hún, líkt og hann, væri undirsett ákveðnum skilyrðum í lífinu sem hún ræður ekki við. Skilyrðum sem henni eru fengin og móta persónuleika hennar, hugsanir og ákvarðanir. Þegar við skoðum ferla þeirra Kurts og Kurts sjáum við að þeir tókust báðir á við ákveðin skilyrði sem hvorugur þeirra kaus heldur hittu fyrir í lífinu. Skilyrði sem mótuðu þá allt lífið í gegn og má lesa um í textunum sem þeir skildu eftir sig. Kurt Vonnegut talaði fyrir friði í nánast hverju einasta verki sem hann skrifaði, og alltaf eru verkin hans þó fyndin og skondin. Hann hataði herskylduna og stríðið, elskaði sígarettur og að tala í símann um miðjar nætur. „Ég hugsa um það, hvað Dresden-kaflinn í minningum mínum, hefur verið gjörsamlega tilgangslaus,“48 skrifar hann í Sláturhúsi fimm. Eins og Barna krossferðin og krossferðirnar allar ef út í það er farið. Eins og öll stríð. Til gangs lausar þjáningar – líkt og magaverkir Kurts Cobain. Og svo ótal margt annað í lífinu sem við sjálf höfum upplifað eða heyrt af og okkur finnst tragískt og tilgangslaust. Í Hafnfirðingabrandaranum hafði ég sérstakan áhuga á þessu þrennu: gæfunni og ógæfunni, þeim skilyrðum sem maðurinn hittir fyrir í lífinu og tilgangslausum atburðum. Ég horfi þó alls ekki einungis neikvæðum augum á þetta þrennt, því gæfan þarf á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.