Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 52
B j ö r n H a l l d ó r s s o n 52 TMM 2014 · 3 „Ég þurfti bara smá tíma út af fyrir mig. Ég held það ætti nú að vera í lagi þó ég meldi mig veikan svona einu sinni. Konan mín fór frá mér.“ „Ókei,“ sagði Jóhann, og reyndi að róa bróður sinn niður. „Ég sagði ekki neitt við þau.“ Þeir supu aftur og Jóhann spurði: „Hefurðu heyrt eitthvað í henni?“ „Nei,“ sagði Böddi. Hann hrærði í kaffinu, danglaði skeiðinni utan í kaffi- bollann, lét hana falla á borðið með glamri. „Ég hef ekkert reynt að ná í hana.“ „Hvar heldur þú að hún sé?“ „Veit ekki. Örugglega hjá einhverjum vinkonum sínum. Ég þekki þær ekkert. Kannski fór hún bara aftur heim.“ „En þú ert með slökkt á símanum þínum. Kannski er hún að reyna að ná í þig, til að tala við þig.“ Böddi virtist hálf argur yfir að verið væri að eyða tíma í þessar vanga- veltur. „Hún fór, ókei?“ sagði hann og horfði hvasst á Jóhann. „Hún er farin.“ Jóhann gafst upp. Hann skóflaði meiri sykri í kaffið til að reyna að dylja biturt bragðið af kaffiduftinu. „Hvað segja krakkarnir gott?“ spurði Böddi skyndilega. „Bara allt fínt. Jói útskrifaðist úr leikskólanum um daginn.“ „Já, ókei? Það er svo langt síðan ég hef séð þau.“ „Það var nú svolítið skrítið. Þau voru með rosa athöfn og allt. Þetta er nú bara leikskóli. En krakkarnir skemmtu sér voða vel. Og Mæja er orðin svaka gelgja, samt svona ung. Þolir ekki neitt sem ég og mamma hennar segjum. Við erum víst svo hallærisleg.“ „Æi, þið eigið svo frábæra krakka.“ „Já, ég veit.“ „Ég vonaði alltaf að ég og Maríón myndum eignast krakka líka, þú veist, einhverntímann. Þá hefðu Jói og Mæja verið orðin aðeins eldri og gætu passað fyrir okkur, passað upp á frændsystkini sín, og við gætum öll farið í bústað saman og svoleiðis.“ „Já, það hefði verið gaman,“ sagði Jóhann og reyndi að láta ekki draga sig inn í skýjaborgir bróður síns en gat þó ekki stillt sig um að bæta við: „Það er aldrei að vita. Kannski náið þið saman aftur.“ „Nei. Nei, það held ég ekki,“ sagði bróðir hans. Augun í honum lágu djúpt í stóru og kjötmiklu andlitinu. Augun í honum höfðu alltaf verið svo við- kvæm. Jóhann mundi hvernig Böddi hafði gjóað augunum í allar áttir þegar þeir voru ungir og fóru saman á böll. Hræðslan í þeim, eins og bróðir hans væri viss um að einhversstaðar í salnum væri fólk að stara á hann og gera gys að honum. „Hvað segir Ella?“ spurði Böddi. „Bara, fínt.“ sagði Jóhann. „Rosa mikið að gera í vinnunni.“ Það var rúmur mánuður síðan Ella hafði tekið Bödda afsíðis í matarboði og sagt honum að hann yrði að gera svo vel og hætta að hringja í Jóhann þegar hann væri búinn að vera að drekka. Hún hafði mjög blátt áfram sagt Jóhanni frá fyrirmæl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.