Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 135
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2014 · 3 135
auðþekktan stíl sem engum líkist nema
honum sjálfum. Ekki er ort undir föst-
um bragarháttum en oft bregður þó
fyrir ákveðinni hrynjandi og sama má
segja um ljóðstafi. Endarím er reyndar
algengara í Skessukötlum en í mörgum
fyrri bókum Þorsteins. Ljóðið „Af jörðu“
er gott dæmi um hvernig skáldið beitir
endarími á listilegan hátt:
Ég sé þig ekki
en samt ertu hér
í seilingarfjarlægð
rétt hjá mér
eins og þú viljir
vera til taks;
nú blikar við sólu
hvert blóm, hvert ax
og vötnin mín, innra
sem ytra, þau glóa
í aftanskini
með sýn til skóga …
Þeir vænta mín, hljóðir.
Þú verður til taks!
En dokaðu örlítið.
Ekki strax.
Hér er í senn miðlað mikilli kyrrð,
magnaðri náttúrukennd og sterkri
lífsþrá. Dregin er upp af listfengi fögur
náttúrumynd af kvöldbirtu, vötnum og
skógum sem leiðir hugann að öðrum
Þorsteini sem stundum er ekki fjarri í
ljóðum Þorsteins frá Hamri – Erlings-
syni og línu hans úr ljóðinu „Lágnætti“:
„vötn og skógar þegja“. Þetta er andar-
tak þegar tíminn stendur kyrr og skáld-
ið biður um að fá að njóta þess lengur.
En titill ljóðsins – „Af jörðu“ – gefur
líka vísbendingu um hver það er sem
verður til taks innan skamms en er beð-
inn að doka svolítið lengur.
Þorsteinn frá Hamri kann öðrum
skáldum betur þá list að fá lesendur sína
til þess að staldra við í amstri daganna
og hugleiða stað og stund, líf okkar and-
spænis ómæli tímans. Og við sem lesum
tökum heilshugar undir með skáldinu
þegar það segir:
Hve skært það ljómar
orðið …
Höfundar efnis
Aðalsteinn Ingólfsson, f. 1948. Listfræðingur. Árið 2013 kom út eftir hann bókin
Karólína Lárusdóttir.
Atli Bollason, f. 1985, lauk meistaraprófi í enskum bókmenntum frá Concordia
háskóla í Montréal. Hann vinnur nú að safni smáprósa auk bókar um „krúttkyn-
slóðina“ í íslenskri tónlist.
Bjargey Ólafsdóttir, f. 1972, myndlistarmaður. Árið 2012 kom út eftir hana bókin In
the end all we care about is love.
Björn Halldórsson, f. 1983, útskrifaðist með BA gráðu í enskum og amerískum bók-
menntum frá Háskóla East Anglia og MFA gráðu í skapandi skrifum frá Háskól-
anum í Glasgow. Hann hefur einkum starfað í Skotlandi og Englandi og birt þar
smásögur í ýmsum tímaritum.
Bryndís Björgvinsdóttir, f. 1982 er þjóðfræðingur að mennt og aðjúnkt við deild