Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 56
B j ö r n H a l l d ó r s s o n 56 TMM 2014 · 3 Bræðurnir sátu lengi og ræddu um ferð Bödda til Manilla og um Maríón. Böddi lýsti því hvernig hann hafði séð myndina hennar á stefnumótasíðunni og verið umsvifalaust hugfanginn af henni. Hvernig hún hafði brosað á myndinni og hvernig hann hafði síðan þekkt hana á brosinu um leið og hann kom út úr tollgæslunni á flugvellinum. Hann hafði lesið það sem hún hafði skrifað um sjálfa sig á stefnumótasíðunni og þótt hún virka klár og örugg með sig. Þroskaðri en hinar stelpurnar á heimasíðunni þrátt fyrir að vera tíu árum yngri en hann. Þegar þau hittust í fyrsta sinn höfðu þau bæði verið þögul og feimin, eins og unglingar á leiðinni á sitt fyrsta ball, með roskna frænku hennar í eftirdragi. Eftir að hún féllst á að giftast honum hafði verið haldin veisla með fullt af ættingjum. Það var síðasta daginn þeirra saman, áður en hann fór aftur heim til Íslands að bíða hennar. Böddi kallaði það grillveislu en af lýsingunum að dæma hafði það verið flóknara en svo. Hann og Maríón höfðu setið hlið við hlið, umkringd fjölskyldu hennar, og haldist í hendur undir borðinu á meðan þeim var færður grillmatur á pappadiskum. Á meðan Jóhann hlustaði á frásögnina af því hvernig bróðir hans og mágkona höfðu kynnst varð honum ljóst að Böddi hafði beðið lengi eftir tækifæri til að segja einhverjum þessa sögu og hafði sagt sjálfum sér hana aftur og aftur þar til hún var orðin þaulæfð. Þetta var sagan af stóra róman- tíska ævintýrinu sem hann og Maríón höfðu ráðist í saman. Hann virtist hálfpartinn hafa gleymt að sagan hafði nú runnið sitt skeið og að þeim hafði ekki tekist að rækta með sér neina ást. Símtölin höfðu byrjað fyrir einhverjum mánuðum síðan. Stuttu eftir að Maríón fór að eignast sína eigin vini. Aðrar konur sem höfðu komið frá Filipps eyjum og annarsstaðar frá til að giftast íslenskum karlmönnum. Böddi hafði hringt og kvartað við Jóhann að Maríón vildi að hann kæmi með að hitta þessar vinkonur og eiginmenn þeirra. Þau hittust öll heima hjá hvert öðru reglulega, skiptust á að halda matarboð og stundum leigðu þau jafnvel sal og komu með filippískan mat með sér, fengu hljómsveit eða plötusnúð og dönsuðu fram eftir kvöldi. Böddi þoldi ekki þessa dansleiki. Það sagði hann Jóhanni í símanum. Konurnar töluðu allar saman og hlógu og hann skildi ekki neitt. Hann var fastur með köllunum sem hann sagði að væru hálfgerðir hallærisgaurar. „Svona sorglegar týpur,“ sagði hann við Jóhann í símanum. Eftir að hann byrjaði að neita að fara með henni snerust símtölin upp í kvartanir um að Maríón væri aldrei heima og vildi bara vera með vinum sínum en ekki honum. Hann byrjaði að fara á barinn í staðinn, eins og til að jafna metin á milli þeirra. Hann skyldi sko ekki sitja einn heima að bíða eftir henni. Þó að Jóhann þekkti alla þessa forsögu þá gat hann samt ekki fengið sig til að neita Bödda um þá rómantísku draumamynd sem hann var að útlista af sambandi sínu við Maríón, rétt eins og í öllum símtölunum þar sem hann hafði leyft Bödda að tala út, játti bara og reyndi sem best hann gat að taka enga afstöðu. Hann leiddi sjaldan hugann að því hvernig Maríón myndi segja söguna af kynnum hennar og hjónabandi við Bödda. Bægði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.