Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 136
hönnunar- og arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Hún stundar nám í ritlist við
Háskóla Íslands og hefur skrifað nokkrar fræðigreinar og tvær barnabækur. Þriðja
bók hennar, Hafnfirðingabrandarinn, er væntanleg haustið 2014.
Bryndís Emilsdóttir, f. 1959. Starfar sem leiðbeinandi hjá Sálarrannsóknarfélagi
Íslands. Hún hefur lokið MA prófi í ritlist frá HÍ og hefur m.a. birt smásögur í
safnritinu Hvísl árið 2013.
Einar Leif Nielsen, f. 1980.Verkfræðingur og rithöfundur.Árið 2013 kom út eftir hann
bókin Hvítir múrar borgarinnar.
Fjalar Sigurðarson, f. 1979. Iðnaðarverkfræðingur og verkefnastjóri í hugbúnaðar-
fyrirtækinu Cyren og hefur birt smásögur á ýmsum vettvangi.
Fríða Björk Ingvarsdóttir, f. 1960. Rektor LHÍ.
Guðbjörn Sigurmundsson, f. 1956. Íslenskufræðingur og framhaldsskólakennari.
Guðrún Rannveig Stefánsdóttir, fædd 1977. Framhaldsskólakennari og meistaranemi
í ritlist við HÍ.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, f. 1988 Rithöfundur og myndlistamaður Árið 2011 kom
út hjá Sölku bók hennar Agnar Smári – tilþrif í tónlistarskólanum og á vormán-
uðum 2015 verður flutt eftir hana í Útvarpsleikhúsinu leikritið Svefngrímur.
Heiðrún Ólafsdóttir, f. 1971, skáld. Eftir hana er nýkomin út skáldsagan Leið.
Hrafnhildur Þórhallsdóttir hefur lært bókmenntir og ítölsku við Háskóla Íslands og
í febrúar 2013 lauk hún meistaragráðu í ritlist við sama skóla. Hún hefur tekið þátt
í útgáfu á vegum ritlistarnema og í ágúst síðastliðnum kom út eftir hana ljóðsagan
Saltvatnaskil hjá forlaginu Nikka.
Ingólfur Eiríksson, f. 1994. Nemi.
Jónas Reynir Gunnarsson, f. 1987, meistaranemi í ritlist.
Krista Alexandersdóttir, f. 1992. Nemi í bókmenntafræði við HÍ. Væntanleg er frá
henni ljóðabókin Ég vil ekki skrifa um skýin.
Matthías Tryggvi Haraldsson, f. 1994. Stúdent frá fornmáladeild MR og hefur fengist
við blaðamennsku en dvelur nú á Indlandi sem sjálfboðaliði í skóla fyrir fátæk
börn. Bók hans Ferðasjóður var gefin út í tuttugu eintökum í Berlín á þessu ári.
Olga Markelova, fædd 1980 í Moskvu; bókmenntafræðingur, þýðandi og rithöfundur.
Væntanleg er rússnesk þýðing hennar á „Konunni við 1000°C“ eftir Hallgrím
Helgason.
Ormur Ormarr, f. 1974, persóna í nýrri skáldsögu eftir Ófeig Sigurðsson, Öræfi.
Pétur Knútsson f. 1942, er fyrrverandi dósent í ensku við HÍ.
Skarphéðinn Bergþóruson, f. 1982, hefur sent frá sér bókina Garðaleiðir, 2010.
Soffía Bjarnadóttir f. 1975. Rithöfundur og bókmenntafræðingur. Fyrsta skáldsaga
hennar, Segulskekkja, kemur út í haust.
Steinunn Lilja Emilsdóttir, f. 1983. Meistaranemi í ritlist við HÍ.
Sverrir Norland, f. 1986, rithöfundur. Væntanleg er í haust eftir hann skáldsagan
Kvíðasnillingarnir.
Úlfhildur Dagsdóttir, f. 1968. Bókmenntafræðingur og verkefnastýra hjá Borgar-
bókasafni. Árið 2011 kom út eftir hana bókin Sæborgin: stefnumót líkama og tækni
í ævintýri og veruleika.
Vilborg Dagbjartsdóttir, f. 1930. Ljóðskáld og kennari. Árið 2010 kom út ljóðabók
hennar Síðdegi, en ævisaga hennar rituð af Þorleifi Haukssyni, Úr þagnarhyl, kom
út árið 2011.
Æsa Strand Viðarsdóttir, f. 1972 er rithöfundur og bókasafnsfræðingur. Hún fæst
einnig við yfirlestur og þýðingar. Birst hafa smásögur og ljóð eftir Æsu í þremur
safnritum og nú síðast á bekkjum Hljómskálagarðsins.