Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 38
S v e r r i r N o r l a n d
38 TMM 2014 · 3
okkur Óskari að hafa
stolið klámblaðinu!
plís!
góði „guð“
amen (aftur!)
* * *
Heilu næturnar rúllaði hann niður kræklótta stigaganga, engd ist um þessi
hræðilegu andartök rétt áður en byssu kjaftar óvinar ins tættu hann í sig eða
hann barst með vind gusu fram af klettasnös.
Hann gat ekki gert sér í hugarlund sjálfa dauðastundina, að verða gerður
að engu, sem leiddi hann að þessari skrítnu spurningu um „tilgang lífsins“.
Sá sem setti stærstu spurningu tilverunnar upp á þennan hátt – velti fyrir
sér tilgangi lífsins – hlaut að nálgast vand ann úr dálítið rangri átt. Tökum
skólabókardæmið hann Tolstoj gamla: Hann beit það í sig á gamals aldri að
nú gæti hann ekki lifað lengur nema hann fengi úr því skorið hvers vegna,
nákvæmlega, hann lifði.
Hver væri tilgangur lífs hans?
Gott og vel, en hjá Steinari var þessu alveg þveröfugt farið: Hann komst að
þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki geispað golunni nema hann kæmist til
botns í því hvers vegna hann þyrfti yfirhöfuð að geispa golunni.
Hver yrði tilgangur dauða hans?
Hann skildi nauðsyn þess að losna við fýlupúka og nöldur seggi eins og
Hitler og Neró og Kjartan úr Strumpa bók unum; um góðu karlana hlaut hins
vegar að gegna öðru máli. Ein hver ráð hlytu að verða til þess að góðu karl-
arnir skytu ger eyðingu sinni ref fyrir rass.
Með lófa lagðan við brjóst gægðist hann út úr sængur greninu: Skráargatið
glotti við honum eins og skamm byssu hlaup!
Hjartað sleppti úr slagi. Hann fann að það hefði átt að slá, en það sló ekki.
… Og síðan hrökk hún aftur í gang, þessi skrítna, brothætta stritvél sem
hafði lofað að skila honum hægt og bít andi gegnum lífið.
* * *
Úr háloftunum hrapar rammfalskt píanó og kremur þig eins og mangó; í
sömu andrá hrekkur Steinar upp af svefni með tilheyrandi andfælum. Flýtir
sér út úr húsi og hjólar að Griðastað stráka þar sem yfir standa viðamiklar
rannsóknir.
Þeir skutu Óskari upp til tunglsins á rakettu, Steinar grét eins og
garðkanna og lét fingurneglurnar vaxa uns hann minnti á stríðalinn, rúss-
neskan landeiganda, Herbert prófaði að borða sultukrukku – hversu mikið
hnjask þolir einn strákslíkami?