Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 38
S v e r r i r N o r l a n d 38 TMM 2014 · 3 okkur Óskari að hafa stolið klámblaðinu! plís! góði „guð“ amen (aftur!) * * * Heilu næturnar rúllaði hann niður kræklótta stigaganga, engd ist um þessi hræðilegu andartök rétt áður en byssu kjaftar óvinar ins tættu hann í sig eða hann barst með vind gusu fram af klettasnös. Hann gat ekki gert sér í hugarlund sjálfa dauðastundina, að verða gerður að engu, sem leiddi hann að þessari skrítnu spurningu um „tilgang lífsins“. Sá sem setti stærstu spurningu tilverunnar upp á þennan hátt – velti fyrir sér tilgangi lífsins – hlaut að nálgast vand ann úr dálítið rangri átt. Tökum skólabókardæmið hann Tolstoj gamla: Hann beit það í sig á gamals aldri að nú gæti hann ekki lifað lengur nema hann fengi úr því skorið hvers vegna, nákvæmlega, hann lifði. Hver væri tilgangur lífs hans? Gott og vel, en hjá Steinari var þessu alveg þveröfugt farið: Hann komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki geispað golunni nema hann kæmist til botns í því hvers vegna hann þyrfti yfirhöfuð að geispa golunni. Hver yrði tilgangur dauða hans? Hann skildi nauðsyn þess að losna við fýlupúka og nöldur seggi eins og Hitler og Neró og Kjartan úr Strumpa bók unum; um góðu karlana hlaut hins vegar að gegna öðru máli. Ein hver ráð hlytu að verða til þess að góðu karl- arnir skytu ger eyðingu sinni ref fyrir rass. Með lófa lagðan við brjóst gægðist hann út úr sængur greninu: Skráargatið glotti við honum eins og skamm byssu hlaup! Hjartað sleppti úr slagi. Hann fann að það hefði átt að slá, en það sló ekki. … Og síðan hrökk hún aftur í gang, þessi skrítna, brothætta stritvél sem hafði lofað að skila honum hægt og bít andi gegnum lífið. * * * Úr háloftunum hrapar rammfalskt píanó og kremur þig eins og mangó; í sömu andrá hrekkur Steinar upp af svefni með tilheyrandi andfælum. Flýtir sér út úr húsi og hjólar að Griðastað stráka þar sem yfir standa viðamiklar rannsóknir. Þeir skutu Óskari upp til tunglsins á rakettu, Steinar grét eins og garðkanna og lét fingurneglurnar vaxa uns hann minnti á stríðalinn, rúss- neskan landeiganda, Herbert prófaði að borða sultukrukku – hversu mikið hnjask þolir einn strákslíkami?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.