Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 24
A t l i B o l l a s o n 24 TMM 2014 · 3 þau sveigja til austurs og liggja framhjá kirkjunni, neðan við fiskmarkaðinn, yfir aðaltorgið og aftur upp hlíðina, skáhallt til austurs, framhjá kvenna- skólanum og útsýnispallinum, meðfram kirkjugarðinum og kapellu vorrar frúar í áttina að gömlu lestarstöðinni … en það er einsog þau hafi aldrei náð þangað, teinarnir enda í miðri götu, þeir hverfa hreinlega einsog fólkið sem er grafið hinumegin við vegginn undir mosagrónum steinum. Í gær var það sprelllifandi, maríneraði fisk í tómötum og olíu og stráði ferskum krydd- jurtum yfir, dreypti á rauðvíni meðan rétturinn var í ofninum; það settist út á svalir, andaði að sér sumarkvöldinu og dæsti yfir öllum litunum sem höfðu slest á himininn. Svo enda teinarnir bara, vagninn kemst ekki lengra. Allir út. Við vorum komin alla leið að kirkjugarðinum, fjögur saman. Hitinn ætlaði að kæfa okkur, flugnasuðið var ærandi, og stundum virtust sporin næstum bráðin í gegnum tíbrána. Trén innan við kirkjugarðsvegginn skýldu okkur fyrir skæðasta sólarljósinu og máluðu margræða skugga á götuna sem dönsuðu lítið eitt í golunni. Eitt okkar hafði gripið trjágrein sem lá undir veggnum og skóf upp úr sporinu milli teinanna með henni. Það var einsog angan aldanna gysi upp þegar röku grasinu og moldinni og hundaskítnum var rótað upp á götu í örmjóum, kubbslegum ræmum svo ég fitjaði upp á nefið. Við gengum sporin allt út á enda þar sem þeim sleppti, ekki langt frá kirkjugarðshliðinu. Einhver spurði afhverju þau hafi endað hér en það átti enginn svör. Það var fyrir okkar tíma, í öðrum heimi, fyrir stríð, heil ísöld að baki, vargöld meiraðsegja og engin leið að skilja það. Hitinn kom illa við Alexander og hann strauk sér pirraður um úfið hárið. Matthías mundaði trjágreinina og bankaði henni kæruleysislega við molnað malbikið, annarshugar. Ég góndi niður fyrir mig, á sporin hverfa undir skóna mína. Hér endar það þá, hugsaði ég: undir slitnum strigaskóm. María hafði rölt í burtu, lengra niður eftir stígnum og í áttina að hafinu sem glitraði einsog dansandi silkiþræðir aftan við silúettuna af henni. Hún var alltaf ýmist rétt á undan okkur eða rétt á eftir, heltekin af hugsunum sem við myndum eflaust aldrei skilja. Hún sneri sér við og hvíslaði eitthvað og veifaði okkur að koma. Sjáiði, hvíslaði hún – og úti við endann á kirkjugarðsveggnum sat maður á bekk og hvíldi sig í skugganum. Þetta var gamall maður í fallegum en snjáðum ein- kennisbúningi, dökkbláum einsog hann væri kannski flugþjónn eða starfs- maður á fínu hóteli. Hnapparnir voru nýpússaðir og gljáðu einsog silfrað hár mannsins sem hann hafði greitt í nokkra þykka lokka sem náðu aftur á hnakka. Hann sat með hendur í skauti og horfði fram fyrir sig ögn niður- lútur einsog hann væri líka að velta teinunum í götunni fyrir sér og þyrfti því að halla höfðinu fram. Það var ró yfir honum. – Þetta er gamli sporvagnastjórinn. – Hvernig veistu? – Bara. Það vita það allir. Við staðnæmdumst og stóðum öxl í öxl við hliðina á Maríu og horfðum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.