Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 41
TMM 2014 · 3 41 Steinunn Lilja Emilsdóttir Svarthvítur raunveruleiki „Ég vel KR,“ segir Stefán og glottir til mín. Ég varpa öndinni léttar og sendi manninum mínum lúmskt bros á móti. Hjónaband byggist á málamiðlunum og ég hafði tilkynnt Stefáni að ég bara gæti ekki orðið bæði sjálfstæðismaður og KR-ingur fyrir hann. Hann yrði að velja á milli. Af tvennu illu valdi hann skárri kostinn. Og hér er ég mætt. Á völlinn. Ég sem eyddi mestallri skólagöngu minni í að komast hjá því að stunda íþróttir. Ég var þessi sem gerði eina armbeygju, beið eftir að kennarinn liti undan og sagði svo hátt: „Tíu!“ næst þegar hann leit á mig. Ég var þessi sem faldi sig bakvið vegginn á meðan hinir hlupu hring eftir hring og laumaði mér svo aftur í sveitta, hlaupandi þvöguna þegar kom að síðasta hringnum. Þessi sem beið við síðustu þrautina í útiratleiknum og hótaði íþróttafríkunum því að ef þau gæfu mér ekki svörin myndi ég hætta að leyfa þeim að sitja við hliðina á mér í dönskuprófum. Nú er ég hér mætt til að horfa á fullorðna karlmenn í stuttbuxum sparka tuðru í net til að vinna bikar sem kenndur er við gosdrykk. Mér er kalt, ég er þunn og mér leiðist. Leikurinn er ekki byrjaður en á völlinn er samt kominn einn maður. Lukku dýr mótsins. Risastór pepsídós. Hér er það ekki teiknimyndaleg útgáfa af ljóni eða birni sem hvetur liðin áfram. Hér er það pepsídós, ekki einu sinni kók heldur pepsí, ekki einu sinni glerflaska heldur dós. Þetta sívaln- ings laga stykki skokkar gleiðfætt eftir hliðarlínunni og gerir sitt besta til að detta ekki um stóru, hvítu púðana sem það er með á fótunum. Skórnir minna á andafætur og eiga líklega að passa við stóra, hvíta hanska hinnar fjórfingruðu dósar. Sökum lagsins á dósinni getur hún ekki lagt handleggina niður með síðum þannig að þeir standa beint út til beggja hliða. Af og til gerir dósin stirða og vart sjáanlega upp og niður hreyfingu með handleggj- unum sem á að koma í stað þess að veifa til áhorfenda. Það veifar enginn á móti. Þessi litla hreyfing virðist taka mikið á dósina enda búningurinn stífur og hún hættir eftir smá stund. Þess í stað lætur hún sér nægja að slá á lófa krakkanna sem hafa klifrað upp á auglýsingaskiltin meðfram vellinum. Dósin hleypur löturhægt eftir línunni og krakkarnir teygja fram hendurnar til að slá í hvítan hanskann. Hugrökkustu krakkarnir grípa í einn fingurinn og dósin riðar aðeins til. Mig langar ekkert fremur en að hrinda Pepsídósinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.