Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 101
M i ð i l l i n n TMM 2014 · 3 101 Trausta fannst hann aftur mikilvægur og sjálfstraustið jókst á nýjan leik. Það var góð tilfinning að vera einskonar mentor. Hann sá sjálfan sig í þessum unga manni, mundi hversu erfitt það var að stíga sín fyrstu varfærnu skref sem miðill. Hann gat kennt honum ótalmargt mikilvægt en sagði honum líka að sumt kæmi aðeins með reynslunni. Hann sat með tebolla í hendinni að hlusta á nýjan slökunardisk sem hann hafði skipt út fyrir þann gamla einn morguninn á meðan hann beið eftir unga manninum. Hann heyrði dyrabjölluna hringja og Ásdísi fara til dyra. Hann kláraði teið og lækkaði tónlistina, bjó sig undir að taka á móti unga manninum. Hann beið í dágóða stund en enginn bankaði á dyrnar eða kallaði í hann. Hann heyrði Ásdísi hlæja hinum megin við vegginn og heyrði kunnuglega karlmannsrödd. Hann hélt niðri í sér andanum og hlustaði betur. Gat þetta verið? Var hans besti viðskiptavinur kominn yfir til hennar? Hann fann hvernig reiðin gaus upp í honum, hvernig gat hún gert honum þetta? Hann hafði kvöldið áður sagt henni í einlægni hversu hamingjusamur hann væri að hafa kynnst unga manninum og hversu mikil- vægur viðskiptavinur hann væri og já í raun væri hann vinur hans, sá fyrsti í langan tíma. Hann hafði aldrei verið vinamargur, var lokaður persónuleiki á meðan hún átti marga vini og var félagslynd að eðlisfari. Þetta var ekki sanngjarnt. Hann beið þar til hann heyrði manninn fara og fótatak Ásdísar færast inn í eldhús. Hann fór fram og horfði á hana þar sem hún stóð og hellti upp á kaffi. „Varstu að lokka minn viðskiptavin yfir til þín?“ sagði hann með ásökunartón. Hún hló og kastaði aftur höfðinu svo að sítt krullað hárið dansaði um bak hennar. „Það þurfti sko ekkert að lokka hann, Trausti minn, hann er einfaldlega búinn hjá þér og fannst tímabært að koma yfir til mín. Hann vill læra heilun og ég ætla að kenna honum næstu vikurnar.“ Hún hélt áfram að hlæja og sagði honum að láta ekki eins og kjáni, vera ekki afbrýðisamur. Næstu vikurnar var rólegt hjá honum. Gamla fólkið kom til hans eins og venjulega og ein og ein forvitin unglingsstúlka með asnalegar spurningar og skrítnar hugmyndir um lífið. Það var þungt yfir honum. Hann heyrði reglulega rödd unga mannsins í herberginu við hliðina, hlátur Ásdísar og endalaust masið í henni fyrir og eftir tímann. Hann tók eftir því að hún var farin að punta sig meira en áður, var klædd í síða hippalega kjóla, angaði af ilmkjarnaolíum og var stífmáluð á morgnana eins og hún væri á leiðinni á ball. Hann fann fyrir viðbjóði þegar hann sat og hlustaði á tilgerðarlegt flissið í henni á meðan hún kenndi unga manninum handtökin í heiluninni. Var hún yfirhöfuð að kenna honum heilun eða var eitthvað á milli þeirra? Sá ungi var snöggur að láta sig hverfa út úr húsinu þegar tímunum hjá Ásdísi lauk. Trausti hafði aðeins einu sinni rekist á hann á ganginum frá því hann hætti að koma til hans. Þá hafði hann orðið vandræðalegur og sagst vera að flýta sér. Á kvöldin sátu þau þegjandi sitt í hvorum sófanum og horfðu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.