Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 61
A l d u r
TMM 2014 · 3 61
þeim. Dauf græn ljós blikkuðu og skilrúmið rann til hliðar. Pálína gekk
áfram inn í alveg hvítt herbergi. Skápur opnaðist út frá veggnum en útlínur
hans höfðu ekki verið sýnilegar áður. Hún fékk alltaf sama skápinn en þóttist
viss um að herbergið væri fullt af þeim. Stundum hafði hún rennt fingrunum
eftir mjúku yfirborðinu til að reyna að finna samskeytin en aldrei orðið vör
við neitt.
„Hallgerður Pálína Þórarinsdóttir,“ sagði mjúk kvenmannsrödd tölv-
unnar. Framleiðandi kerfisins hlaut að hafa fengið leikkonu til að tala inn á
það því hún hljómaði svo manneskjulega.
„Já.“
„Vinsamlegast klæddu þig úr öllum fötum og settu þau í viðeigandi skáp.“
Pálína hlýddi og stóð brátt nakin inni í hvíta herberginu. Hún lokaði
skápnum.
„Settu alla skartgripi í skilgreinda geymslu,“ skipaði röddin. Lítil skúffa
skaust út úr veggnum. Pálína hafði vanið sig á að geyma skartgripi í skápnum,
sem var nú orðinn ósýnilegur. Hún lokaði því skúffunni. Venjulega hlýddi
Pálína tölvunni en nú faldi hún gamla hringinn hans Palla undir tungunni.
Öllu verri var kverkaskíturinn, sem hún hafði fundið fyrir síðustu morgna,
en gestir áttu alltaf að tilkynna möguleg veikindi.
Einn veggur herbergisins rann til hliðar. Pálína gekk áfram.
Næsta rými var varla annað en klefi og allar hliðar hans voru þaktar
sturtu hausum.
„Segðu tilbúin þegar hlífðarbúnaði hefur verið komið fyrir,“ sagði röddin.
Fyrir framan Pálínu var stálhilla sem hafði verið skrúfuð á vegginn. Á henni
voru hlífar fyrir vit og augu. Þetta voru næfurþunnar hvítar plastfilmur sem
einangruðu tilskilin svæði með því að soga sig þétt upp að húðinni. Pálína
kom þeim fyrir en spýtti fyrst hringnum í lófa sinn. Henni fannst alltaf jafn
undarlegt hvernig hægt var að anda, tala og sjá í gegnum þennan búnað.
Hún vafði baugnum líka í plastfilmu og sagði svo: „Tilbúin.“ Hún hafði
ekki fyrr sleppt orðinu en það kviknaði á öllum sturtuhausunum. Líkaminn
var baðaður með vökva sem var seigari en vatn. Steypibaðið varði í næst-
um fimm mínútur. Það slokknaði ekki á flæðinu fyrr en hver millimetri á
húðinni hafði verið hreinsaður. Pálína dró andann og fann sterka spíralykt.
Ein hlið herbergisins opnaðist og fyrir innan var annar klefi. Í honum var
vaskur, einn skammtur af sjampói og hárnet. Pálína beið ekki eftir að röddin
skipaði henni fyrir. Hún þreif á sér hárið og pakkaði því inn í netið. Eins og
hinar hlífarnar þá var hárnetið plastfilma sem lagðist þétt upp að hársverð-
inum og náði niður fyrir eyru. Pálína minnti nú frekar á gínu en mannveru.
Höfuðið var rennislétt og hárlaust. Í speglinum sá hún móta fyrir munninum
á sér. Hún renndi tungunni eftir efninu. Það var límkennt og bragðlaust.
Í næsta herbergi var hátíðnibylgjum varpað yfir allan líkama hennar.
Erting hljóp upp eftir húðinni um leið og öll líkamshárin brunnu burt. Eftirá
var öskunni blásið af henni með viftu.