Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 61
A l d u r TMM 2014 · 3 61 þeim. Dauf græn ljós blikkuðu og skilrúmið rann til hliðar. Pálína gekk áfram inn í alveg hvítt herbergi. Skápur opnaðist út frá veggnum en útlínur hans höfðu ekki verið sýnilegar áður. Hún fékk alltaf sama skápinn en þóttist viss um að herbergið væri fullt af þeim. Stundum hafði hún rennt fingrunum eftir mjúku yfirborðinu til að reyna að finna samskeytin en aldrei orðið vör við neitt. „Hallgerður Pálína Þórarinsdóttir,“ sagði mjúk kvenmannsrödd tölv- unnar. Framleiðandi kerfisins hlaut að hafa fengið leikkonu til að tala inn á það því hún hljómaði svo manneskjulega. „Já.“ „Vinsamlegast klæddu þig úr öllum fötum og settu þau í viðeigandi skáp.“ Pálína hlýddi og stóð brátt nakin inni í hvíta herberginu. Hún lokaði skápnum. „Settu alla skartgripi í skilgreinda geymslu,“ skipaði röddin. Lítil skúffa skaust út úr veggnum. Pálína hafði vanið sig á að geyma skartgripi í skápnum, sem var nú orðinn ósýnilegur. Hún lokaði því skúffunni. Venjulega hlýddi Pálína tölvunni en nú faldi hún gamla hringinn hans Palla undir tungunni. Öllu verri var kverkaskíturinn, sem hún hafði fundið fyrir síðustu morgna, en gestir áttu alltaf að tilkynna möguleg veikindi. Einn veggur herbergisins rann til hliðar. Pálína gekk áfram. Næsta rými var varla annað en klefi og allar hliðar hans voru þaktar sturtu hausum. „Segðu tilbúin þegar hlífðarbúnaði hefur verið komið fyrir,“ sagði röddin. Fyrir framan Pálínu var stálhilla sem hafði verið skrúfuð á vegginn. Á henni voru hlífar fyrir vit og augu. Þetta voru næfurþunnar hvítar plastfilmur sem einangruðu tilskilin svæði með því að soga sig þétt upp að húðinni. Pálína kom þeim fyrir en spýtti fyrst hringnum í lófa sinn. Henni fannst alltaf jafn undarlegt hvernig hægt var að anda, tala og sjá í gegnum þennan búnað. Hún vafði baugnum líka í plastfilmu og sagði svo: „Tilbúin.“ Hún hafði ekki fyrr sleppt orðinu en það kviknaði á öllum sturtuhausunum. Líkaminn var baðaður með vökva sem var seigari en vatn. Steypibaðið varði í næst- um fimm mínútur. Það slokknaði ekki á flæðinu fyrr en hver millimetri á húðinni hafði verið hreinsaður. Pálína dró andann og fann sterka spíralykt. Ein hlið herbergisins opnaðist og fyrir innan var annar klefi. Í honum var vaskur, einn skammtur af sjampói og hárnet. Pálína beið ekki eftir að röddin skipaði henni fyrir. Hún þreif á sér hárið og pakkaði því inn í netið. Eins og hinar hlífarnar þá var hárnetið plastfilma sem lagðist þétt upp að hársverð- inum og náði niður fyrir eyru. Pálína minnti nú frekar á gínu en mannveru. Höfuðið var rennislétt og hárlaust. Í speglinum sá hún móta fyrir munninum á sér. Hún renndi tungunni eftir efninu. Það var límkennt og bragðlaust. Í næsta herbergi var hátíðnibylgjum varpað yfir allan líkama hennar. Erting hljóp upp eftir húðinni um leið og öll líkamshárin brunnu burt. Eftirá var öskunni blásið af henni með viftu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.