Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 124
D ó m a r u m b æ k u r
124 TMM 2014 · 3
2:2013). Súrrealismi var áberandi en þó
ríkti enginn dogmatismi, sumir með-
lima aðhylltust Dada, en fyrr á þessu ári
(2014) voru einmitt endurútgefnar upp-
tökur með dadaísku hljómsveitinni Fan
Houtens Kókó sem innihélt meðlimi úr
Medúsuhópnum. Dada kemur fram í
miðri fyrri heimsstyrjöld og var einmitt
áberandi í Evrópu árið 1918 – þó
ummerki hérlendis væru lítil sem
engin.2 Annað unglegt fyrirbæri náði þó
vandlega fótfestu á Íslandi: kvikmyndin.
Í Mánasteini kemur fram að:
Í höfuðstað Íslands eru tvö kvikmynda-
hús, Gamla bíó og Nýja bíó. Þar eru kvik-
myndasýningar alla daga, ein eða tvær á
virkum dögum en þrjár á sunnudögum.
[…]
Drengurinn horfir á allar kvikmyndir
sem fluttar eru til landsins. Yfirleitt fer
hann í bæði kvikmyndahúsin sama daginn
og flestar myndir sér hann eins oft og
mögulegt er. (21)
Þetta er ekki lítill fjöldi mynda og kvik-
myndasýninga á litlu og fámennu landi
og ljóst er að bíógleði íslendinga er ekki
spánný. Kvikmyndin varð snemma vett-
vangur tilraunamennsku (enda varla um
annað að ræða) og því í sjálfu sér nokk-
uð framúrstefnulegt fyrirbæri. Framúr-
stefnufólk hreifst líka af kvikmyndinni
og sótti innblástur þangað. Menningar-
fræðingurinn James Donald hefur bent
á að kvikmyndin hafi komið fram á
sama tíma og nútímaborgin, með til-
heyrandi tæknivæðingu, er að mótast.
Hvorttveggja kallar á nýjar skynjanir og
upplifanir, kvikmyndin endurspeglaði
hið nýja og öra borgarlíf og hið nýstár-
lega borgarlíf fann sér farveg og tján-
ingu í kvikmyndinni.3
Kvikmyndin er heimur Mána Steins.
Líkt og hann er kvikmyndin myrkra-
vera, skuggaleikur og heimur sem er
‚ekki til‘. Drengurinn lifir sig inn í kvik-
myndirnar og býr í heimi þeirra, þær
eru honum athvarf og fóstra og í krafti
kvikmyndanna lærir hann að lesa þrátt
fyrir lesblinduna. „Hann skemmtir sér
við að greina mannlífið af þeirri skyggni
sem hann hefur öðlast við að horfa á
hálft þúsund bíómynda þar sem hvert
augnatillit, hver einasta hreyfing, hver
svipur og hver líkamsstaða eru hlaðin
merkingu og vísbendingum um innri
líðan og fyrirætlan, bæði góða og illa“
(25). Í stað orða les hann í myndir og
tákn og það er því viðeigandi að hann
verður vitni að því þegar plágan hefur
útbreiðslu sína í Reykjavík: „Við hótelið
ríkir góð stemning eins og alltaf þegar
farþegaskip er í höfn. Dampskipið
Botnía lagðist við bryggju um kaffileyt-
ið, eftir siglingu með fólk og varning frá
Kaupmannahöfn“ (24). Hópur ungra
manna sem hann kannast við stendur
fyrir utan hótelið og einn þeirra
„sýnir félögum sínum hring sem hann
ber á litlafingri vinstri handar, það
er silfurhringur með svörtum steini.
Hringinn fékk hann að gjöf frá systur
sinni sem einmitt kom frá Danmörku í
dag eftir hálfs árs nám við smurbrauðs-
skóla í Óðinsvéum. Pilturinn lætur glóa á
hringinn í bjarmanum af gasluktinni við
hóteldyrnar og vinirnir dást að honum.
Svo kyssir hann steininn svarta: „Systa“
er best! Verst að hún skuli ekki geta verið
með þeim í kvöld, hún er eitthvað slöpp
eftir siglinguna.
Klukkan í Dómkirkjunni slær átta
högg.“ (25–26)
Lýsingin er áhrifamikil og þrátt fyrir
hversdagsleg atriði (smurbrauðsjómfrú-
in) þá hvílir greinileg ógn yfir andrúms-
loftinu; vanur kvikmyndaáhorfandi veit
strax að það að kyssa á glóandi hring
með svörtum steini getur aðeins boðað
illt. Ofaní það slær kirkjuklukka Dóm-
kirkjunnar – dramatíkin er undirstrik-
uð með viðeigandi hljóðrás, en á þessum