Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 124
D ó m a r u m b æ k u r 124 TMM 2014 · 3 2:2013). Súrrealismi var áberandi en þó ríkti enginn dogmatismi, sumir með- lima aðhylltust Dada, en fyrr á þessu ári (2014) voru einmitt endurútgefnar upp- tökur með dadaísku hljómsveitinni Fan Houtens Kókó sem innihélt meðlimi úr Medúsuhópnum. Dada kemur fram í miðri fyrri heimsstyrjöld og var einmitt áberandi í Evrópu árið 1918 – þó ummerki hérlendis væru lítil sem engin.2 Annað unglegt fyrirbæri náði þó vandlega fótfestu á Íslandi: kvikmyndin. Í Mánasteini kemur fram að: Í höfuðstað Íslands eru tvö kvikmynda- hús, Gamla bíó og Nýja bíó. Þar eru kvik- myndasýningar alla daga, ein eða tvær á virkum dögum en þrjár á sunnudögum. […] Drengurinn horfir á allar kvikmyndir sem fluttar eru til landsins. Yfirleitt fer hann í bæði kvikmyndahúsin sama daginn og flestar myndir sér hann eins oft og mögulegt er. (21) Þetta er ekki lítill fjöldi mynda og kvik- myndasýninga á litlu og fámennu landi og ljóst er að bíógleði íslendinga er ekki spánný. Kvikmyndin varð snemma vett- vangur tilraunamennsku (enda varla um annað að ræða) og því í sjálfu sér nokk- uð framúrstefnulegt fyrirbæri. Framúr- stefnufólk hreifst líka af kvikmyndinni og sótti innblástur þangað. Menningar- fræðingurinn James Donald hefur bent á að kvikmyndin hafi komið fram á sama tíma og nútímaborgin, með til- heyrandi tæknivæðingu, er að mótast. Hvorttveggja kallar á nýjar skynjanir og upplifanir, kvikmyndin endurspeglaði hið nýja og öra borgarlíf og hið nýstár- lega borgarlíf fann sér farveg og tján- ingu í kvikmyndinni.3 Kvikmyndin er heimur Mána Steins. Líkt og hann er kvikmyndin myrkra- vera, skuggaleikur og heimur sem er ‚ekki til‘. Drengurinn lifir sig inn í kvik- myndirnar og býr í heimi þeirra, þær eru honum athvarf og fóstra og í krafti kvikmyndanna lærir hann að lesa þrátt fyrir lesblinduna. „Hann skemmtir sér við að greina mannlífið af þeirri skyggni sem hann hefur öðlast við að horfa á hálft þúsund bíómynda þar sem hvert augnatillit, hver einasta hreyfing, hver svipur og hver líkamsstaða eru hlaðin merkingu og vísbendingum um innri líðan og fyrirætlan, bæði góða og illa“ (25). Í stað orða les hann í myndir og tákn og það er því viðeigandi að hann verður vitni að því þegar plágan hefur útbreiðslu sína í Reykjavík: „Við hótelið ríkir góð stemning eins og alltaf þegar farþegaskip er í höfn. Dampskipið Botnía lagðist við bryggju um kaffileyt- ið, eftir siglingu með fólk og varning frá Kaupmannahöfn“ (24). Hópur ungra manna sem hann kannast við stendur fyrir utan hótelið og einn þeirra „sýnir félögum sínum hring sem hann ber á litlafingri vinstri handar, það er silfurhringur með svörtum steini. Hringinn fékk hann að gjöf frá systur sinni sem einmitt kom frá Danmörku í dag eftir hálfs árs nám við smurbrauðs- skóla í Óðinsvéum. Pilturinn lætur glóa á hringinn í bjarmanum af gasluktinni við hóteldyrnar og vinirnir dást að honum. Svo kyssir hann steininn svarta: „Systa“ er best! Verst að hún skuli ekki geta verið með þeim í kvöld, hún er eitthvað slöpp eftir siglinguna. Klukkan í Dómkirkjunni slær átta högg.“ (25–26) Lýsingin er áhrifamikil og þrátt fyrir hversdagsleg atriði (smurbrauðsjómfrú- in) þá hvílir greinileg ógn yfir andrúms- loftinu; vanur kvikmyndaáhorfandi veit strax að það að kyssa á glóandi hring með svörtum steini getur aðeins boðað illt. Ofaní það slær kirkjuklukka Dóm- kirkjunnar – dramatíkin er undirstrik- uð með viðeigandi hljóðrás, en á þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.