Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 123
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2014 · 3 123
og jarðarberi (1989); sögulegu áhersluna
sem hefur verið áberandi í þeim nýjustu,
SkuggaBaldri (2003), Argóarflísinni
(2005) og Rökkurbýsnum (2008) ; og
frásagnarmátann sem einkenndi gólem-
bækurnar, Augu þín sáu mig (1994) og
Með titrandi tár (2001), en þar er skipt
ört milli sviða og ólíkum svipmyndum
brugðið upp. Einkenni þeirra síðasttöldu
er líka að vísað er til verka sem teljast
tilheyra dægurmenningu, kvikmynda
og gotneskra sagna – og með því er
haldið til haga menningarsögu sem
hefur ekki verið áberandi. Og svo má
finna þarna tilvísun í ljóð höfundar;
þegar drengurinn sér stúlkuna sem
hann dáir umfram allt var eins og
honum hefði „gefist röntgensjón og
hann sá hana eins og hún raunverulega
er“ (13). Ljóðasafn Sjóns frá árinu 1986
heitir einmitt Drengurinn með röntgen
augun.
Fyrir utan allt þetta er sagan marg-
breytilegt og áhrifaríkt verk. Hér segir
frá ungum dreng, Mána Steini, sem er á
skjön við samfélag sitt, Reykjavík,
haustið 1918. Hann er samkynhneigður
– og þar með ‚ekki til‘, að auki mun-
aðar laus og lesblindur; en þrátt fyrir það
er hann ákaflega viðeigandi lykill að sýn
á söguna. Drengurinn er að mestu alinn
upp hjá gamalli konu sem segist vera
langömmusystir hans og eftir að hafa
lokið skólaskyldu sér hann fyrir sér með
því að selja sig karlmönnum, bæði hér-
lendum og erlendum. Tekjurnar renna
beint í kassa kvikmyndahúsa, en helsta
áhugamál Mána Steins er að fara í bíó.
Katla gýs, spánska veikin berst til lands-
ins og allt virðist á hverfanda hveli.
Meðan plágan geisar aðstoðar drengur-
inn lækninn Garibalda Árnason ásamt
stúlkunni Sólu Guðb- sem Máni Steinn
dáir, enda er hún mikill töffari, ferðast
um á mótorhjóli og er eins og stigin út
úr veröld bíómyndanna. Fullveldis-
athöfnin reynist drengnum örlagarík, en
í kjölfar hennar er hann sendur burt úr
landi – þar bíða hans ný ævintýri sem
lesandi verður að segja sér sjálfur, en í
lokakafla kemur fram að hann kynnist
framúrstefnulistafólki og deilir kvik-
myndaáhuganum með því. Hann snýr
aftur til landsins í félagsskap þessara
vina sinna, en þegar hann heimsækir
bernskuslóðirnar tekur skáldskapurinn
völdin yfir sögunni og drengurinn
máist út – enda var hann aldrei til. Höf-
undurinn stígur fram og tengir tilurð
verksins eigin fjölskyldusögu.
Hér má auðveldlega greina útlínur
þroskasögu í bland við sögulegan skáld-
skap. Hvorugt er þó aðalatriðið, vissu-
lega upplifir Máni Steinn breytingar á
tilveru sinni og vissulega er sviðið sögu-
legt, en þó er það hvorki hefðbundinn
þroski né sagan sem er endilega við-
fangsefni verksins. Það eru frekar
skuggahliðar sögunnar, það sem var
ósýnilegt og ‚ekki til‘ sem leika aðalhlut-
verkin, auk þess sem frásagnartæknin
dregur mjög dám af annarri helstu
ástríðu piltsins, kvikmyndinni. Skugga-
hliðarnar tengjast líka hluta samkyn-
hneigðar í verkinu, sem er tákn alls þess
sem er utan hins daglega lífs – bókstaf-
lega, því hún tilheyrir heimi næturinnar
og alls þess sem er á einhvern hátt falið
og fellur ekki að hinu borgaralega normi.
Þar kemur framúrstefnan inn, en á
margan hátt er freistandi að lesa hana
saman við kynvilluna.1
Framúrstefnan er á þessum tíma
barnung, árið 1909 hafði ítalska skáldið
Marinetti sent frá sér fyrstu yfirlýsingu
fútúrismans, sem skoða má sem ‚form-
legt‘ upphaf þeirra framúrstefnuhreyf-
inga sem síðar áttu eftir að setja mark
sitt á listir og menningu tuttugustu ald-
arinnar. Sjón tilheyrði framúrstefnuhópi
sem stofnaður var árið 1979 og kenndi
sig við Medúsu (sjá grein úd í TMM,