Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 74
B r y n d í s E m i l s d ó t t i r
74 TMM 2014 · 3
Esja
Esjan var böðuð kvöldskininu. Ég lagði bílnum í bílastæðinu við rætur
fjalls ins, fór út og gekk aðeins um, hreyfði stífa liðina. Leit af og til upp eftir
hlíð unum, gáði hvort ég sæi til Sigrúnar. Ég dáðist að fjallinu og dugnaði
göngu fólksins en var um leið með hugann við annan stað sem bar einnig
nafnið Esja, áður en því var breytt.
Fólk var að koma eða fara allt í kringum mig. Það var útbúið til fjallgöngu
með poka á baki, göngustafi og vel skóað. Ég var frakkaklæddur á svörtum
spariskóm.
Loks sá ég hana birtast. Hún gekk frjálslega og sveiflaði höndunum, var
rjóð af göngunni. Dökkt hárið var úfið fyrir ofan eyrnabandið. Hún kom
auga á mig og hraðaði sér til mín.
„Takk fyrir að ná í mig,“ sagði hún og brosti.
„Ekkert að þakka, elskan, alveg sjálfsagt mál,“ sagði ég og heilsaði henni
með kossi.
Hún losaði pokann af bakinu og lét hann og göngustafina í skottið á bíln-
um, hóf að teygja á lærvöðvum og kálfum. Ég settist inn í bílinn og hún
stuttu síðar.
„Hvernig var fundurinn?“ spurði hún og kom sér fyrir í sætinu, tók af sér
hanskana og opnaði hanskahólfið.
Ég fraus. Vonaði að hún sæi ekki umslagið. Tæki það ekki fram, opnaði
það ekki. Skoðaði ekki myndirnar. Helvítis klúður að setja þær þarna.
Hún lét hanskana inní hólfið og skellti því aftur. „Þú svaraðir ekki.
Hvernig var fundurinn?“
„Fínn,“ sagði ég.