Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 108
K r i s t a A l e x a n d e r s d ó t t i r 108 TMM 2014 · 3 Úr öskunni í eldinn, úr öskunni í eldinn, úr öskunni í eldinn segja þeir. Þeir hverjir? Nú auðvitað skuggarnir. Eru þeir ekki staðgenglar öskunnar? Það sem eftir er þegar allt annað er talið frá, þegar líkaminn hefur verið tæmdur öllu lífi og sál, hverjum blóðdropa, hverri fituörðu og hverri kjötflís. Þá eignast þeir loksins sviðsljósið. Ég stend á miðju svefnherbergisgólfinu og stari á líkamann minn. Líkaminn virðist tómur, glær, jafnvel gegnsær eins og flugnanet. Mér finnst það fallegt og ég strýk yfir handleggi mína stoltur á svip. Ég get séð í gegnum húðina allar æðarnar, hverja einustu sin og hvern einasta vöðva. Ég er massaðri en ég hélt. Útfrá tábroddum mínum liggur slóð af kunnuglegum tönnunum. Slóðin liggur svo langt að ég sé ekki fyrir endann á henni, ég ákveð því að elta hana. Eins og í ævintýri Grimmsbræðra elti ég slóðina og sting hverri tönn í vasann. Þetta er mér ráðgáta, og ótrúlega spennandi að komast að því hvað bíður mín á hinum endanum. Himinninn er rauður, eins og hann vill svo oft vera rétt fyrir snjókomu á kyrrum vetrarnóttum. Vasarnir eru að fyllast af tönnum. Svo mörgum, svo mismunandi, svo fagurlega mótuðum. Hver eftir aðra hverfa þær ofan í vasa mína en ég er fyrir löngu hættur að telja. Ég geri mér enga grein fyrir því hvað ég er búinn að ganga lengi. Nokkra tíma, nokkrar mínútur? Að elta slóð sinna eigin tanna er ákveðin hugleiðsla sem hefur það eina verkefni að skilja á milli krembleikra hnullunganna og venjulegra steina. Loks ranka ég við mér og lít upp frá iðju minni þar sem ég er næstum genginn fram af himinháu bjargi. Stórstreymt hafið kastar svalandi anda sínum í hálsakot mitt og ég svolgra sjávarloftið sem skellur á andliti mínu. Brimið er lifandi og kröftugt, svo ærslafullt að ég glotti yfir leikjum þess. Það kastar sér sem fastast utan í hart bjargið sem sendir það rakleiðis til baka. Þessi leikur stigmagnast þangað til ég finn fyrir gusunum skella á andliti mínu. Hvílíkur unaður! Ég tek allar tennurnar upp úr vösunum og kasta þeim út í vindinn. Tennurnar falla eins og haglél á hafflötinn og ég fylgist með hverri og einni dýfa sér með í leikinn. Tannlaus hlæ ég yfir föllnum líkamspörtum mínum, fullur af létti, tilbúinn í eitthvað nýtt. Ég opna faðminn, klemmi aftur augun og bíð eftir því að brimið sæki mig og geri sig heimakomið í lungum mínum. *** Ég kyngi söltu vatni, svo söltu að ég kúgast, og tárin streyma stríðum straumum niður kinnar mínar. Ég er búinn að berjast við fiska tímunum saman, að mér finnst, og ég hringsóla algjörlega tíma- og stefnulaus um ískalt hafið. Það er ekkert land að sjá, hvergi, og blendin tilfinning upp- gjafar og geðshræringar fyllir vit mín. Ég syndi með fiskunum um leið og ég reyni að fæla þá frá mér. Máttlausir limir mínir eru á valdi þarans. Sægræn augu mín berjast við að halda sér opnum því ég veit að ég má ekki sofna. Augnlokin eru rauð og þrútin af eitruðu saltinu og ég get ekki meir. Ég ranka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.