Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 10
B r y n d í s B j ö r g v i n s d ó t t i r
10 TMM 2014 · 3
utan að, ef þeir villtust í stórborginni, það væri mjög einfalt. Heimilisfangið þeirra
var Schlachthof fünf. Schlachthof þýddi sláturhús. Fünf var gamla góða fimm.8
Fangarnir fengu síðan það hlutverk eftir árásina að bjarga því sem bjargað
varð ofanjarðar: Þeir leituðu að Þjóðverjum á lífi í rústunum, stöfluðu
upp líkum þeirra, sem þótti síðan of tímafrekt og voru þau þá brennd til
ösku með eldvörpum.9 Einn Ameríkani var þá gripinn, samkvæmt frásögn
Vonnegut, við að hnupla tekatli úr einum húsarústanna. „Kaldhæðnin var
svo yfirgengileg,“ skrifar hann um þetta atvik í Sláturhúsi fimm. „Heil borg
var brennd til grunna og þúsundir manna drepnar. Og svo var þessi ameríski
hermaður handtekinn í rústunum fyrir að taka teketil … og skotinn af
aftökusveit.“10 Tilgangslaus morð á tilgangslaus morð ofan. Og hvað gerðist
svo næst? Vonnegut fór heim til Bandaríkjanna. Staðráðinn í að skrifa bók
um atburðina í Dresden. Það tók Kurt hins vegar heil tuttugu og þrjú ár að
skrifa bókina, en sjálfur kallaði hann Sláturhús fimm gjarnan bókina um
Dresden. Um ferlið að baki hennar skrifar hann í fyrsta kafla bókarinnar:
Þegar ég kom heim úr annarri heimsstyrjöldinni, fyrir tuttugu og þremur árum,
hélt ég að það yrði auðvelt fyrir mig að skrifa um eyðingu Dresden borgar, þar eð allt
og sumt sem ég þyrfti að gera, væri að lýsa því sem ég hafði séð. … en mér komu fá
orð um Dresden í hug þá. – Ekki nógu mörg í bók að minnsta kosti. Og mér koma
ekki mörg orð í hug núna, þegar ég er orðinn gamall fretur með minningarnar sínar,
sígaretturnar og uppkomna syni.11
En hverskonar frásögn geymir þá bókin um Dresden – fyrst Kurt skorti orð
um Dresden? Svarið er að mínu mati: Sorglega og skondna frásögn, söguna
um Billy Pilgrim sem er sendur í herinn sem ungur maður og tekinn til
fanga af Þjóðverjum. Og lokaður inni í Sláturhúsi fimm þegar Bandamenn
gera loftárásir á Dresden – rétt eins og Vonnegut sjálfur. En Billy ferðast líka
um tímann í sögunni, fram og til baka um eigið líf, og er þá meðal annars
brottnuminn af geimverum og hafður til sýnis á plánetunni Tralfamador í
einskonar dýragarði (eða öllu heldur „manneskjugarði“) sem geimverurnar
heimsækja til að fylgjast með athæfi mannsins í aðstæðum sem eiga að líkja
eftir hans eðlilegasta umhverfi. Því er óhætt að segja að bók Vonneguts um
Dresden geymi mjög óvenjulega frásögn – hálfsannsögulega lygasögu! En
sjálfur skrifar Vonnegut fremst í bókina, um sig og nálgun sína á efnið eftir-
farandi:
KURT VONNEGUT
Þýskur Bandaríkjamaður af fjórðu kynslóð
sem nú býr vel
á Cape Cod
(og reykir of mikið).
Hann varð vitni að
eldsprengjuárásinni á Dresden í Þýskalandi,