Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 132
D ó m a r u m b æ k u r
132 TMM 2014 · 3
hér á landi um 1400. Elstu víravirkis-
gripir með svokölluðu „dregnu“ og
„skrúfuðu“ virki eru frá 18. öld, og hin
eiginlega gullöld hins „klassíska“ víra-
virkis á Íslandi er 19. öldin. Þá var það
líka í tísku víða um Norðurlönd og víða
í Evrópu. Þá er því líka mótmælt að
víravirkið sé einhæft, heldur séu til-
brigði býsna mörg frá einum smið til
annars. Undir þetta má vissulega taka. Í
nútíð hefur margvísleg hantéring ungra
íslenskra gullsmiða á víravirkinu stað-
fest að það er til margra hluta nýtilegt.
Áhrifa þess gætir m.a.s. í öðru og
óskyldu íslensku handverki, eins og
menn geta sannfærst um með því að
gera sér ferð í hönnunarverslanir á borð
við Kraum.
Heiðurssess í sögunni
Kirkjusilfrið var tvímælalaust vand-
aðasta silfursmíð Íslendinga; þar komu
oftast við sögu þeir smiðir sem hlotið
höfðu besta menntun meðal Dana, Svía,
Þjóðverja, jafnvel Skota. Að sönnu ligg-
ur tæplega nógu mikið eftir hvern smið
til að hægt sé að hafa mörg orð um list-
ræn sérkenni á verkum hans. Af
nákvæmum samtímalýsingum að dæma
virðist þó Þorsteinn Skeggjason, höf-
undur Þorláksskríns í Skálholti, hafa
verið afburðamaður í faginu á 12. öld.
Hins vegar er ekki fyrr en á 19. öld að
við fáum dæmt silfursmiði af verkum
þeirra. Taka má undir það með Þór að
Helgi Þórðarson á Brandstöðum í
Blöndudal (1761–1828) hafi verið með
allra merkustu og mikilvirkustu silfur-
smiðum síns tíma. Annar ötull og list-
fengur silfursmiður á 19. öld var Indriði
Þorsteinsson á Víðivöllum í Fnjóskadal
(1814–1879), höfundur altarisáhalda í
a.m.k. ellefu kirkjum á Norð-Austur-
landi, en Þorgrímur Tómasson á Bessa-
stöðum (1782–1849) stendur honum
ekki langt að baki hvorttveggja að
afköstum og listfengi. Þessir þrír silfur-
smiðir, og ugglaust einhverjir fleiri,
verðskulda heiðurssess í sögu íslenskra
sjónlista á 19 öld.
Spyrja má um hlut kvenna í íslenskri
silfursmíð fyrri tíma, ekki síst vegna
þess að þær urðu aðnjótandi margra
fegurstu smíðisgripanna. Skemmst er
frá því að segja, að það sama gildir hér
og erlendis, „að konur sjást fyrrum afar
sjaldan, eða nánast aldrei, nefndar í
sambandi við handverk annað en
tóvinnu og fatagerð á heimilum“ (bls.
78). Það er fyrst um aldamótin 1900 að
íslenskra kvenna er getið í sambandi við
gull- og silfursmíði. Það er lærdómsríkt
að bera þessa þróun silfursmíðar saman
við það sem gerðist í ljósmyndun, þar
sem ekki var fyrir hendi rótgróin karl-
læg hefð. Að því er kemur fram í sam-
antekt Ingu Láru Baldvinsdóttur voru
konur um þriðjungur starfandi ljós-
myndara á 19 öld. Ein kona gæti þó hafa
komið við sögu silfursmíða til forna,
nefnilega Margrét hin haga, sem var í
Skálholti um aldamótin 1200. Að vísu er
hennar ekki afdráttarlaust getið í
tengslum við slíkar smíðar, en hún var
oftlega kölluð „oddhögust manna á
Íslandi“ og fengin til að vinna með sjálf-
um Þorsteini Skeggjasyni að áðurnefndu
Þorláksskríni. Því er rökrétt að ætla að
Margrét hafi einnig kunnað eitthvað
fyrir sér í silfursmíðum. Ingibjörg Ein-
arsdóttir frá Tannstaðabakka (1867–
1936) er talin vera fyrsta konan sem
starfaði sem gullsmiður hér á landi, en
hún lærði iðnina af föður sínum. Fyrst
kvenna til að ljúka sveinsprófi í gull-
smíði var hins vegar Sigríður Ásgeirs-
dóttir frá Hvítanesi í Skötufirði (1903–
1981). Vestfirðingar mættu huga að því
að reisa þessum tveimur dugmiklu
brautryðjendum minnisvarða á Ísafirði,
þar sem báðar voru starfandi um tíma.
Fyrir utan alla aðra kosti, má líta á