Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 132

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2014 · 3 hér á landi um 1400. Elstu víravirkis- gripir með svokölluðu „dregnu“ og „skrúfuðu“ virki eru frá 18. öld, og hin eiginlega gullöld hins „klassíska“ víra- virkis á Íslandi er 19. öldin. Þá var það líka í tísku víða um Norðurlönd og víða í Evrópu. Þá er því líka mótmælt að víravirkið sé einhæft, heldur séu til- brigði býsna mörg frá einum smið til annars. Undir þetta má vissulega taka. Í nútíð hefur margvísleg hantéring ungra íslenskra gullsmiða á víravirkinu stað- fest að það er til margra hluta nýtilegt. Áhrifa þess gætir m.a.s. í öðru og óskyldu íslensku handverki, eins og menn geta sannfærst um með því að gera sér ferð í hönnunarverslanir á borð við Kraum. Heiðurssess í sögunni Kirkjusilfrið var tvímælalaust vand- aðasta silfursmíð Íslendinga; þar komu oftast við sögu þeir smiðir sem hlotið höfðu besta menntun meðal Dana, Svía, Þjóðverja, jafnvel Skota. Að sönnu ligg- ur tæplega nógu mikið eftir hvern smið til að hægt sé að hafa mörg orð um list- ræn sérkenni á verkum hans. Af nákvæmum samtímalýsingum að dæma virðist þó Þorsteinn Skeggjason, höf- undur Þorláksskríns í Skálholti, hafa verið afburðamaður í faginu á 12. öld. Hins vegar er ekki fyrr en á 19. öld að við fáum dæmt silfursmiði af verkum þeirra. Taka má undir það með Þór að Helgi Þórðarson á Brandstöðum í Blöndudal (1761–1828) hafi verið með allra merkustu og mikilvirkustu silfur- smiðum síns tíma. Annar ötull og list- fengur silfursmiður á 19. öld var Indriði Þorsteinsson á Víðivöllum í Fnjóskadal (1814–1879), höfundur altarisáhalda í a.m.k. ellefu kirkjum á Norð-Austur- landi, en Þorgrímur Tómasson á Bessa- stöðum (1782–1849) stendur honum ekki langt að baki hvorttveggja að afköstum og listfengi. Þessir þrír silfur- smiðir, og ugglaust einhverjir fleiri, verðskulda heiðurssess í sögu íslenskra sjónlista á 19 öld. Spyrja má um hlut kvenna í íslenskri silfursmíð fyrri tíma, ekki síst vegna þess að þær urðu aðnjótandi margra fegurstu smíðisgripanna. Skemmst er frá því að segja, að það sama gildir hér og erlendis, „að konur sjást fyrrum afar sjaldan, eða nánast aldrei, nefndar í sambandi við handverk annað en tóvinnu og fatagerð á heimilum“ (bls. 78). Það er fyrst um aldamótin 1900 að íslenskra kvenna er getið í sambandi við gull- og silfursmíði. Það er lærdómsríkt að bera þessa þróun silfursmíðar saman við það sem gerðist í ljósmyndun, þar sem ekki var fyrir hendi rótgróin karl- læg hefð. Að því er kemur fram í sam- antekt Ingu Láru Baldvinsdóttur voru konur um þriðjungur starfandi ljós- myndara á 19 öld. Ein kona gæti þó hafa komið við sögu silfursmíða til forna, nefnilega Margrét hin haga, sem var í Skálholti um aldamótin 1200. Að vísu er hennar ekki afdráttarlaust getið í tengslum við slíkar smíðar, en hún var oftlega kölluð „oddhögust manna á Íslandi“ og fengin til að vinna með sjálf- um Þorsteini Skeggjasyni að áðurnefndu Þorláksskríni. Því er rökrétt að ætla að Margrét hafi einnig kunnað eitthvað fyrir sér í silfursmíðum. Ingibjörg Ein- arsdóttir frá Tannstaðabakka (1867– 1936) er talin vera fyrsta konan sem starfaði sem gullsmiður hér á landi, en hún lærði iðnina af föður sínum. Fyrst kvenna til að ljúka sveinsprófi í gull- smíði var hins vegar Sigríður Ásgeirs- dóttir frá Hvítanesi í Skötufirði (1903– 1981). Vestfirðingar mættu huga að því að reisa þessum tveimur dugmiklu brautryðjendum minnisvarða á Ísafirði, þar sem báðar voru starfandi um tíma. Fyrir utan alla aðra kosti, má líta á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.