Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 88
F j a l a r S i g u r ð a r s o n 88 TMM 2014 · 3 ,,Ég kem til að færa honum ljóð.“ Choe stakk hendinni ofan í vasa innan á úlpunni sinni og dró fram vandlega samanbrotið blað og rétti manninum. Maðurinn tók við blaðinu, opnaði það hratt og örugglega og gaumgæfði. Það vottaði fyrir vanþóknun í svip hans. Hann las ljóðið í hljóði og hló svo tröllslegum hlátri. ,,Hvaða sorp er þetta eiginlega?“ spurði hann. ,,Heldurðu að einhver hafi áhuga á svona óskapnaði?“ Choe vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við og horfði því bara niður og þagði. ,,Þú ert heppinn að ég er hérna núna, því ég ætla að leyfa þér að fara án þess að henda þér í fangelsi fyrir þetta klám sem þú kallar ljóð. Kim myndi skjóta þig í portinu hérna fyrir aftan ef hann væri hér húna.“ Maðurinn virtist njóta þess að níðast á honum. Hann horfði aftur vandlætingarfullum augum á ljóðið og síðan á Choe um leið og hann krumpaði það snöggt saman og henti því fyrir fætur hans. Með snöggri hreyfingu tók Choe blaðið upp og stakk í annan buxnavasann. Choe gjóaði augunum í áttina til mannsins en einblíndi annars stíft á gólfið. Það var öruggast úr því sem komið var. ,,Komdu þér út! Burt með þig! Láttu þig ekki dreyma um neinn mat.“ Maðurinn vísaði Choe á dyrnar og gretti sig grimmilega. Choe leit á hann eldsnöggt en hraðaði sér síðan út undir dynjandi hlátrasköllum þeirra sem inni voru. Hann hafði verið niðurlægður og var auk þess matarlaus. Í örvinglun og tímaleysi ráfaði Choe um þorpið. Mannandskotinn var að dæma fjölskyldu hans til dauða. Næsti úthlutunardagur var eftir viku og hann gat þá komið aftur í von um að Kim væri kominn aftur. En þangað til höfðu þau engan mat. Ekkert. Hann gat mögulega reynt að grafa eftir rótum í skóginum en það var ógurleg vinna meðan jörðin var frosin. Hann dræpist sennilega sjálfur áður en nokkuð fengist út úr því. Uppgjöf og hungurdoði lögðust yfir hann þar sem hann teymdi hjólið áfram í ómarkvissa hringi. Áður en hann vissi af var hann kominn út úr bænum og stefndi heim. Hann hafði lofað Jong að börnin skyldu ekki svelta. Hann hafði líka lofað henni að ef hann stæði frammi fyrir því þá væri einungis eitt eftir að gera. Lítið glas var í skrifborðsskúffunni heima hjá þeim sem hann gat notað fyrir þau öll. Hann skjögraði áfram með reiðhjólið og grét er hann hugsaði til þess sem hann yrði að gera. Það var ekkert annað í stöðunni. Enginn átti mat. Hann gat ekki hugsað sér annað en að taka tvær nýjar grafir fyrir þau við hlið Jong. Síðan gæfi hann Moon og Park restina af mat móður þeirra, blandaðan með dreitli úr glasinu. Restina myndi hann svo nota sjálfur þegar hann hefði lagt systkinin saman í eina gröf og hulið þau. Hann var kominn aftur að stígnum inn í skóglendið. Hann horfði upp eftir honum. Sólarglæta hafði brotist í gegnum þungbúin skýin og lýsti upp hluta stígsins. Andartakið greip hann. Hann leitaði í vasanum að blaðinu með ljóðinu. Varlega opnaði hann krumpað blaðið, slétti úr því og las ljóðið aftur yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.