Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 121
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2014 · 3 121
tekst að láta heildarmynd og tilfinningu
fyrir hinu stóra samhengi ganga upp að
lokum. Þetta kemur hvað skýrast fram í
þríleiknum sem festi orðspor hans í sessi
sem eins áhugaverðasta höfundar sam-
tímabókmennta á Íslandi. Í Fiskarnir
hafa enga fætur tekst honum þó ekki að
nýta þessa aðferð með jafn áhrifamikl-
um hætti. Honum liggur mikið á hjarta,
sem vissulega er gott hjá rithöfundi, og á
mörg brýn erindi við þjóð sína. En ljóð-
rænn og hægur stíll fer ekki jafn vel við
nútíma-ádeilu og þegar fjallað er um
fjarlæga og á köflum þjóðsagnakennda
fortíð líkt og í trílógíunni. Nástaða gerir
vart við sig, auk þess sem endurtekning-
ar í myndmáli geta jaðrað við tilgerð
þegar þeim er ekki fundinn sannfær-
andi farvegur eða hlutverk.
Sem dæmi um þetta er notkun höf-
undar á orðinu „öskur“ sem kemur víða
fyrir í myndmáli verksins: „inn í hraun
sem er fyrst gamalt öskur, síðan mosa-
vaxin þögn“ (bls. 11), listin „er í senn leit
og ögrun, ásökun og öskur“ (bls. 61), „[s]
ú hreyfing [að sópa leirtaui af borði] er
öskur“ (bls. 68), „þetta er ekki spurning,
líkist frekar ásökun, öskri yfir lífinu“
(bls. 69), og stuttu síðar „þetta er öskur,
ekki spurning“ (bls. 69). Á bls. 105 segir
af því sem Ari gaf út „áður en heimurinn
öskraði“ og á bls. 255 fljúga þoturnar
yfir, „þessi öskur í bláu loftinu.“
Vissulega er einhver hugsun eða
þráður um ofbeldi í klifuninni en hún
er það ómarkviss að eftir stendur ein-
ungis óskýr hugmynd um að allt sem
kemur af miklu afli eða offorsi, hvort
sem það er hraun, heimiliserjur eða
þotur, sé einskonar öskur eða samnefn-
ari fyrir ofbeldi.
Í versta falli getur slík framsetning
ýtt undir þá tilfinningu að textinn hafi
ekki verið unninn til enda, ekki verið
meitlaður eða mótaður nægilega mikið
til að hugsun höfundar nái í gegn með
skýrum hætti. Það örlar jafnvel á til-
finningu fyrir því að sum textabrot –
ekki síst þau háfleygustu – séu einskon-
ar endurvinnsla svo sem í lýsingu á
snjókomu þar sem Ari óttast að verða
úti í „hugsunum engla“ (bls. 101). Sam-
sláttinn við snjókomuna sem „harm
englanna“ í samnefndri skáldsögu Jóns
Kalmans úr þríleiknum fyrrnefnda má
vitaskuld túlka sem tilbrigði við stef.
Sem slík er endurvinnsla texta í prin-
sippinu allra góðra gjalda verð svo lengi
sem hún þjónar megintilgangi verksins
og fellur vel að samhengi þess. Í þessu
tilfelli verður líkingin þó helst til klisju-
kennd og einfaldlega of kunnugleg.
Ofhlæðið sem víða örlar á dregur að
sama skapi úr áhrifamætti góðs og
frumlegs myndmáls á heildarmynd
verksins. Það virðist óþarfi að hlaða
skrúði á þá einföldu þætti sem ekki
skipta miklu máli í samhengi textans.
Sem dæmi um slíkt má nefna mann sem
talar svo mikið að hann gleymir sér yfir
kaffisopa, sem fyrir vikið verður að
„köldu myrkri í rósóttum bollanum,“
(bls. 188). Sama stílbragðið getur einnig
orðið hvimleitt ef því er beitt of oft eða í
miklu návígi. Þannig notar Jón Kalman
iðulega upptalningu með skemmtilegum
snúningi í endann með áhrifaríkum og
smekklegum hætti. Dæmi um slíkt er
t.d. á bls. 189 þar sem segir; „annars
virðist vindurinn sífellt ná að þyrla ein-
hverju upp til að óhreinka loftið, tak-
marka víðsýni íbúa, þurri mold, ryki,
sælöðri, vonbrigðum, atvinnuleysi.“ Öllu
má þó ofgera og þegar lesandinn rekst á
sama stílbragðið í tengslum hótelstarfs-
manna tveimur síðum síðar missir það
heldur marks; [hótelstarfsmaðurinn er]
„eins og skapaður til að bera eitthvað
verulega þungt, sementspoka, vonbrigði
okkar, byrðar heimsins“ (bls. 191).
Það kann að virka eins og smámuna-
semi að hafa orð á þessum þáttum í texta