Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 121
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 3 121 tekst að láta heildarmynd og tilfinningu fyrir hinu stóra samhengi ganga upp að lokum. Þetta kemur hvað skýrast fram í þríleiknum sem festi orðspor hans í sessi sem eins áhugaverðasta höfundar sam- tímabókmennta á Íslandi. Í Fiskarnir hafa enga fætur tekst honum þó ekki að nýta þessa aðferð með jafn áhrifamikl- um hætti. Honum liggur mikið á hjarta, sem vissulega er gott hjá rithöfundi, og á mörg brýn erindi við þjóð sína. En ljóð- rænn og hægur stíll fer ekki jafn vel við nútíma-ádeilu og þegar fjallað er um fjarlæga og á köflum þjóðsagnakennda fortíð líkt og í trílógíunni. Nástaða gerir vart við sig, auk þess sem endurtekning- ar í myndmáli geta jaðrað við tilgerð þegar þeim er ekki fundinn sannfær- andi farvegur eða hlutverk. Sem dæmi um þetta er notkun höf- undar á orðinu „öskur“ sem kemur víða fyrir í myndmáli verksins: „inn í hraun sem er fyrst gamalt öskur, síðan mosa- vaxin þögn“ (bls. 11), listin „er í senn leit og ögrun, ásökun og öskur“ (bls. 61), „[s] ú hreyfing [að sópa leirtaui af borði] er öskur“ (bls. 68), „þetta er ekki spurning, líkist frekar ásökun, öskri yfir lífinu“ (bls. 69), og stuttu síðar „þetta er öskur, ekki spurning“ (bls. 69). Á bls. 105 segir af því sem Ari gaf út „áður en heimurinn öskraði“ og á bls. 255 fljúga þoturnar yfir, „þessi öskur í bláu loftinu.“ Vissulega er einhver hugsun eða þráður um ofbeldi í klifuninni en hún er það ómarkviss að eftir stendur ein- ungis óskýr hugmynd um að allt sem kemur af miklu afli eða offorsi, hvort sem það er hraun, heimiliserjur eða þotur, sé einskonar öskur eða samnefn- ari fyrir ofbeldi. Í versta falli getur slík framsetning ýtt undir þá tilfinningu að textinn hafi ekki verið unninn til enda, ekki verið meitlaður eða mótaður nægilega mikið til að hugsun höfundar nái í gegn með skýrum hætti. Það örlar jafnvel á til- finningu fyrir því að sum textabrot – ekki síst þau háfleygustu – séu einskon- ar endurvinnsla svo sem í lýsingu á snjókomu þar sem Ari óttast að verða úti í „hugsunum engla“ (bls. 101). Sam- sláttinn við snjókomuna sem „harm englanna“ í samnefndri skáldsögu Jóns Kalmans úr þríleiknum fyrrnefnda má vitaskuld túlka sem tilbrigði við stef. Sem slík er endurvinnsla texta í prin- sippinu allra góðra gjalda verð svo lengi sem hún þjónar megintilgangi verksins og fellur vel að samhengi þess. Í þessu tilfelli verður líkingin þó helst til klisju- kennd og einfaldlega of kunnugleg. Ofhlæðið sem víða örlar á dregur að sama skapi úr áhrifamætti góðs og frumlegs myndmáls á heildarmynd verksins. Það virðist óþarfi að hlaða skrúði á þá einföldu þætti sem ekki skipta miklu máli í samhengi textans. Sem dæmi um slíkt má nefna mann sem talar svo mikið að hann gleymir sér yfir kaffisopa, sem fyrir vikið verður að „köldu myrkri í rósóttum bollanum,“ (bls. 188). Sama stílbragðið getur einnig orðið hvimleitt ef því er beitt of oft eða í miklu návígi. Þannig notar Jón Kalman iðulega upptalningu með skemmtilegum snúningi í endann með áhrifaríkum og smekklegum hætti. Dæmi um slíkt er t.d. á bls. 189 þar sem segir; „annars virðist vindurinn sífellt ná að þyrla ein- hverju upp til að óhreinka loftið, tak- marka víðsýni íbúa, þurri mold, ryki, sælöðri, vonbrigðum, atvinnuleysi.“ Öllu má þó ofgera og þegar lesandinn rekst á sama stílbragðið í tengslum hótelstarfs- manna tveimur síðum síðar missir það heldur marks; [hótelstarfsmaðurinn er] „eins og skapaður til að bera eitthvað verulega þungt, sementspoka, vonbrigði okkar, byrðar heimsins“ (bls. 191). Það kann að virka eins og smámuna- semi að hafa orð á þessum þáttum í texta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.