Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 114
114 TMM 2014 · 3 Pétur Knútsson Fjósamennskan Baula var ekki besta vinkona mín í fjós- inu. Það var Búbót, sem mjólkaði mest, og seldi verst, svört og frekar lítil, með stjörnu í enninu. Búbót gaf af sér meira í mál en rýmdist í einni fötu, en opin á spenum hennar voru það þröng að það fóru hálfar mjaltir í að mjólka hana. Í fjósinu voru einnig þrjár dætur hennar mjólkandi, allar rauðar en með hennar stjörnu. Búbót var hænd að mér og vissi alltaf af mér, og ég af henni. Hún er sú kýr sem ég man best eftir, og sakna mest. Ekki var Baula heldur forystubeljan. Það var Ljómalind, gráskjöldótt. Hún seldi best, það þurfti rétt að taka utan um spenana og mjólkin tók að fossa í fötuna. Ljómalind stóð upp úr bólinu sínu eins og hestur, kom framfótunum undir sig fyrst og dró sig síðan upp á afturfætur, ég hef ekki séð aðrar kýr standa upp svona. Hún lagðist líka með afturendanum fyrst. Hún gekk alltaf á undan hinum leiðina upp á fjallið eftir kvöldmjaltir um hásumarið, og leiddi þær aftur niður að fjósinu á morgnana. Guðlaugur lét aldrei sækja þær, ef þær eru sóttar einu sinni, sagði hann, koma þær aldrei aftur sjálfar. Stundum komu þær heldur seint, höfðu gengið langar leiðir. Guðlaugur stóð við fjósdyrnar og bankaði með spýtu í mjólkurbrúsa og kallaði kus kus þangað til hausinn á Ljóma lind birtist uppi á brekkubrún og svo hinir hausarnir einn og einn. Og hérmeð er reyndar kominn vísir að kjarnanum í þessari umfjöllun, fyrsta grein fjóssskrárinnar: Kýrnar skulu koma ósóttar til mjalta. Baula seldi svo sem sæmilega, mjólk- aði nógu vel til að henni var leyft að lifa, en hún var fjörgömul og Guðlaugur var ekki viss um að hún lifði eitt kálffylli enn. Hún var stór, rauð, hægfara, naut- sterk, og fór sínar leiðir, og engin önnur belja þorði í hana. Hún lét oftast mjólka sig fyrst. Þetta var nýtt rimlafjós, meðal þeirra fyrstu sem reist voru hér og ennþá í byggingu veturinn sem ég lærði fjósamennsku, básarnir ekki kláraðir og mjaltavélin í pöntun. Beljurnar gengu lausar á rimlunum og tróðu mykjunni niður milli rimlanna svo hún safnaðist í haughúsið og beið þess að vera sogin upp í mykjudreifara þegar voraði og dreift á tún. Ég klifraði yfir til beljanna úr jötunni og fór inn á milli þeirra með kollinn og fötuna til að mjólka. Að vetri var dauf skíma frá steinolíulampa í horninu við innganginn, hlýtt og rólegt inni á milli jórtrandi dýranna sem stað- ið höfðu smám saman á fætur þegar þau heyrðu mig koma. Mikill og hægur and- ardráttur í kringum mig, ein og ein hlandbuna til að hreinsa af rimlunum, jórtur og smávegis hóst. Í hálfmyrkrinu í fjósinu var maður ekki viss um hver var hver fyrr en tekið var utan um spen- ana, þannig þekkti maður kýrnar sínar í myrkri, setti undir sig þrífóta kollinn, húkti við hægri hlið dýrsins og byrjaði að kanna málið, þá vildi hún oftast ganga eitt skref áfram og maður leyfði henni það og ók sér áfram á kollinum uns hægri afturfóturinn átti næsta leik, þá tók maður með vinstri hendi undir sköflunginn og bannaði næsta skrefið. Þá stóð mín kjurr og fatan mátti standa milli fótanna og maður gældi við spen- Á d r e p a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.