Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 122
D ó m a r u m b æ k u r 122 TMM 2014 · 3 höfundar sem er annálaður fyrir orð- kynngi sína og auðugt málsnið. En þegar slík hleðsla í orðfæri safnast upp án aug- ljóss tilgangs hvað tíðaranda, sögusvið, framvindu eða hugmyndafræði varðar verður hún til þess að draga úr áhrifa- mætti verksins sem heildar. Fiskarnir hafa enga fætur fjallar um mörg helstu mál samtíma okkar, hvort heldur sem er innan lands eða utan. Þrátt fyrir góða spretti og skemmtilega uppbyggingu verksins tekst ekki að gera neinu þessara mála viðunandi skil. Verkið varpar hvorki nýju ljósi á umræðuna né skerpir sjónarhornið á það almenna sem lesandi veit fyrir. Boð- skapur verksins er einkum sá að listin komi okkur til bjargar, hún varnar því „að við klofnum,“ eins og aðalsöguhetj- an Ari skrifar sjálfur í formála að bók frænda síns, það sem varnar því að við „rifnum í sundur, verðum að ógæfu, vætlandi sári eða hreinni grimmd, er skáldskapurinn, tónlistin: Listin. Í senn fyrirgefning og réttlæting á tilveru okkar, í senn leit og ögrun, ásökun og öskur, og ástæða þess að okkur tekst, þrátt fyrir ósamrýmanlegar andstæður innra með hverri manneskju, að lifa án þess að brjálast, án þess að rifna í sund- ur, verða að sári, ógæfu, byssu.“ Listin er sem sagt að mati Ara: „Ástæða þess að maðurinn getur þrátt fyrir allt, fyrirgef- ið sjálfum sér það að vera manneskja“ (bls. 61). Sjórinn, eða öllu heldur lífsins ólgusjór, er í þessu verki hið dæmigerða tákn undirmeðvitundarinnar, hann er það sem mótaði forfeður Ara og raunar flestalla í Keflavík sömuleiðis. Sjórinn er jafnframt það dýpi sem enginn getur fótað sig á svo fiskarnir þurfa enga fætur (bls. 312). Eða með öðrum orðum; umhverfið er stærsta mótunaraflið; um leið og maður gerir sér grein fyrir því er hálfur sigur unninn og það er veganesti Ara inn í framtíðina við sögulok. Jón Kalman Stefánsson er án efa einn hæfileikaríkasti rithöfundur Íslands um þessar mundir og nýtur almannahylli sem slíkur. Honum tekst þó ekki alltaf jafn vel upp og þessi síðasta skáldsaga hans ber þess nokkur merki. Þótt það sé vitanlega engra annarra en höfunda sjálfra að greina hvenær ritverk þeirra eru fullunnin, þá er erfitt að verjast þeirri hugsun að meiri ígrundun og úrvinnsla hefði í þessu tilfelli skilað sterkari skáldsögu, ferskari hugsun og skarpari ádeilu. Úlfhildur Dagsdóttir „Það súgar milli heima“: Kvikar myndir, skuggar og sjóðheitur sýningarklefi Sjón: Mánasteinn: Drengurinn sem aldrei var til, Forlagið 2013 Hún er ekki mikil að umfangi, nóvellan Mánasteinn, sem ber undirtitilinn Drengurinn sem aldrei var til (2013). Innan hvítra spjaldanna rúmast þó ansi margt, kynvilla og framúrstefna, full- veldi og plága, kvikmyndir og heims- styrjöld. Að auki eru ólík svið felld saman líkt og þegar samkynhneigð lýst- ur saman við fullveldið og framúrstefnu við íslenskt samfélag árið 1918. Enn- fremur má skoða söguna í ljósi höfund- arverks Sjóns: sagan sameinar framúr- stefnuleg einkenni á fyrstu verkum hans, Stálnótt (1987) og Engli, pípuhatti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.