Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 107
Va g g a TMM 2014 · 3 107 loftinu sem glaðir veifa til baka. Herbergið lyktar af þungum svita, ég sleiki út um og finn sterkt járnbragð á sperrtum tungubroddi mínum. Ég hleyp að speglinum til að athuga hvaðan blóðið rennur og mér til undursamlegs létt­ leika vantar aðra hverja tönnina í góminn. Úr vasanum gríp ég töng og dreg út restina af tönnunum, sem renna eins og smjör úr gómnum mínum. Ég set þær vandlega í agnarsmátt skrín á borðinu þar sem ég finn restina af krem­ bleikum tönnunum mínum. Ég nýt þess að horfa á nýja tannlausa spegilmynd mína sem starir brosandi á mig. „Í dag rauður, á morgun dauður“ segi ég og brosi móti tvífara mínum. *** Ég vaknaði við hlátrasköllin í sjálfum mér sem fljótlega breyttust í geðs- hræringarstunur og kæfðan grát. „Rósa, Rósa!“ Ég var kaldur og svita- storkinn, agnarlítill, eins og í bernsku þegar ég engdist og kvaldist tímunum saman yfir einhverju sem var aldrei til. Skuggadraugum? Kojuskrímslum? Mér blöskraði hæfileiki mannshugans að geta verið á tveimur stöðum sam- tímis. Milli svefns og vöku hét það. Að vera á tveimur stöðum samtímis, en þó aldrei fullkomlega til staðar. Þannig leið mér, er ég lá eins og smábarn, nakinn og berskjaldaður gagnvart báðum heimum og þó hvergi. Varfærinn gægðist ég framhjá sænginni og upp í loftið, í leit að einhverju annarsheims. Mér til mikillar furðu en hugarhægðar voru skuggarnir hættir að dansa. Ég andvarpaði, stóð upp og kveikti á naktri perunni í herberginu. Allt var eins og það átti að sér að vera, á sínum stað. Ég glotti að eigin hræðslu og ákvað að hér enduðu hláleg barnalæti mín. Ég sá móta fyrir fagurmót- uðum fótleggjum rauðku minnar í dyragættinni og varð snögglega rótt. Hún var af engum öðrum heimi en þessum og myndi ekki detta í hug að fara neitt annað. Ég fann lykt af kaffi og ristuðu brauði sem dró mig upp úr rúminu. „Elskan mín, varstu að meiða þig?“ Ég var nýskriðinn úr rúminu og sat sáttur og sæll með ristað brauð í hendinni, sársauki var ekki í huga mér. „Ha? Ég? Nei, af hverju segirðu það?“ Rauðka gekk upp að mér og þurrkaði blóðdropa sem lak meðfram munnviki mínu. „Nú, af því þér blæðir, þú ert eins og blóðsuga!“ Hún sýndi mér rósrauðan fingurinn en þurrkaði síðan af honum í sloppinn minn. „Fyndið!“ Ég gekk inn á bað og gapti að speglinum, blóðrákir láku alls staðar milli tanna minna eins og vatnslitlir fjallalækir. Ég skelfdist spegilmynd mína sem minnti á mannætu. „Rauðka, ég þarf að kaupa annan tannbursta, þessi sem ég nota er greinilega allt of harður!“ Ég skolaði munninn og fölrautt vatnið hringsólaði ofan í niðurfallið. Ég henti tannburstanum í ruslið og hét því að kaupa bara bómullarhnoðra í staðinn. „Helvítis tannlæknar! Alltaf að ljúga að manni.“ ***
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.