Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 87
H i n n r é t t s ý n i f o r i n g i TMM 2014 · 3 87 inginn hafði gefið og halda á sér hita. Choe gaumgæfði samanbrotið blað sem hann hafði stungið inn á sig. Ljóðið var á sínum stað. Hann tók reiðhjólið og teymdi það í gegnum þungan snjóinn. Gangan sóttist hægt og langvarandi hungrið var farið að ná tökum á huga hans. Á leið sinni gekk hann fram hjá slóðanum inn í skóglendið eins og ávallt þegar hann átti erindi í þorpið. Það var aðeins um mánuður frá því þau kvöddust. Sársaukinn risti ennþá djúpt og stóð eins og sverð í hjarta hans. Hann stoppaði örstutta stund, kastaði mæðinni og horfði upp eftir stígnum. ,,Börnin okkar skulu ekki svelta …“ sagði hann við trén, umhverfið og minninguna um hana, móður barnanna, sem hvíldi í frosinni jörð í rjóðri við enda stígsins. Hann laut höfði og hélt áfram göngunni. Það var ekki löng leið eftir í þorpið. Fáir voru á ferli þegar hann gekk niður aðalgötuna og nálgaðist torg hins réttsýna og miskunnsama Foringja. Á því miðju var Foringinn sjálfur í öllu sínu veldi, sex metra há bronsstytta sem sonur Foringjans hafði gefið þorpinu. Raðir af blómvöndum lágu fyrir neðan fótstall Foringjans eins og lög gerðu ráð fyrir í landinu. Tveir rússneskir trukkar frá hernum stóðu fyrir framan birgðastöðina og voru einu bílarnir sem Choe hafði séð á allri sinni göngu þennan morguninn. Eldsneyti var af mjög skornum skammti, þökk sé helvítis Ameríkönunum og kúgunartilraunum þeirra. Í afgreiðslu birgðastöðvarinnar voru hermenn sem stóðu vopnaðan vörð og fylgdust með hverri hreyfingu þeirra sem inn komu. Röðin við inn- skráninguna var ekki ýkja löng en þangað þurfti Choe að fara í hvert skipti sem mat var úthlutað. Kim var venjulega aldrei langt undan og kallaði hann iðulega inn á skrifstofu til sín þegar röðin kom að honum. Þar sem hann beið í röðinni sá hann Kim aftur á móti hvergi bregða fyrir. ,,Næsti,“ var kallað þurri eintóna röddu. Skráningarstjórinn var kona á miðjum aldri í formlegum herbúningi. Hún hafði verið skráningarstjóri alveg síðan hann og Jong höfðu neyðst til að flytja frá Pyongyang. ,,Sýndu mér fjölskylduskráninguna þína,“ bætti hún við án þess að líta upp á Choe. ,,Afsakið, er birgðastjórinn við, Kim Ji Hwan? Get ég nokkuð fengið að hitta hann?“ Choe var órólegur því lítið þurfti til að reita starfsfólkið hér til reiði. Hann varð að vera klókur. Hann beygði sig og bugtaði og gætti þess að horfa ekki framan í skráningarstjórann ef hún skyldi líta upp. Hann hafði aldrei áður þurft að biðja um viðtal við Kim. ,,Hvað varðar þig um hann? Af hverju heldurðu að hann vilji eitthvað tala við þig?“ spurði hún önug. ,,Þú ert að tefja fyrir öðrum hér.“ Tónninn í rödd hennar jaðraði við fjandsemi. Útundan sér sá Choe hreyfingu. ,,Komdu út úr röðinni, hérna til hliðar“ kallaði skipandi karlmannsrödd sem Choe þekkti ekki. ,,Hvaða erindi áttu við Kim?“ spurði háttsettur ein- kennisklæddur maður sem stóð hinum megin við lágreistan vegg sem skildi afgreiðsluna frá móttökusalnum. Choe tvísté en nálgaðist manninn varlega.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.