Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 16
B r y n d í s B j ö r g v i n s d ó t t i r 16 TMM 2014 · 3 hans og ógæfu og svipleg endalok. Og þegar litið er til uppbyggingar og framvindu sagna hefur það óþægileg áhrif á okkur. Við sættum okkur sjaldnast við að sögur séu svo endasleppar og endi svona illa! Og spyrjum sjálf okkur í kjölfarið: Hvað er hægt að gera? Er til einhver lausn á þessu vandamáli? Möguleiki á öðrum endalokum?33 En þá má einnig spyrja: Hvers vegna er hin melankólíska sorg svona eftir- sóknarverð og vinsæl (sjálf hrífst ég af henni)? Af hverju sækjum við í hana? Af hverju leita sagnamenn eða listamenn sífellt til sorglegra atburða úr for- tíðinni? Endurspeglar melankólían okkar eigið ástand? Leitum við til hennar til þess að fá samanburð, til þess að spegla okkur sjálf og okkar eigin tilvist í heiminum í gæfu og ógæfu þeirra sem á undan hafa farið? Sjálfur virðist Cobain hafa velt spurningum eins og þessum fyrir sér, en hann skrifaði í dagbók sína rúmlega tvítugur: „Thanks for the tragedy. I need it for my art.“34 Tilvitnunin minnir reyndar á aðra enn frægari tilvitnun sem hefur verið eignuð mörgum, og kvikmyndagerðarmaðurinn Woody Allen tók meðal annars fyrir í myndinni Crimes and Misdemenours frá árinu 1989: „Comedy is tragedy plus time.“35 Báðar þessar tilvitnanir, þótt skilaboð þeirra séu ólík, minna okkur á áhrifamátt ógæfunnar í hverskonar listsköpun – hvernig hún snertir við okkur. Í bókinni Sjóræninginn, eftir Jón Gnarr, stendur: Dauðinn hefur þrjú stig. Fyrst er það hinn líkamlegi dauði sem verður þegar hjartað hættir að slá. Annað stigið er í kistulagningunni þegar vinir og aðstandendur sjá hinn dauða í síðasta sinn. Þriðja og síðasta stig dauðans er svo þegar einhver nefnir nafn þess látna í síðasta skiptið.36 Hér má segja að Jón Gnarr lýsi þeirri tilfinningu sem ég hef bæði gagnvart Ingimar og Kurt Cobain (ég þekkti hvorugan, og hver veit, hefði ég kynnst þeim persónulega, hvort þeir hefðu þá farið gríðarlega í taugarnar á mér!). Og fleirum sem horfnir eru af sjónarsviðinu. Í Hafnfirðingabrandaranum ætti þessi tilfinning að vera greinanleg, að minnsta kosti þeim sem leita að þessum vísbendingum og eins er bókin skrifuð af þessum drifkrafti sem Jón Gnarr bendir óbeint á: Lönguninni til að nefna hina látnu á nafn svo minning þeirra megi lifa. Og lýsa því horfna en eftirminnilega, sem er tíundi áratugurinn og unglingsárin, og þessir látnu ættingjar úr föðurfjölskyldunni sem hafa lifað áfram í pabba. Andlegir kvillar og IBS Kurt Cobain var þunglyndur (eða bi-polar) og fullur af sjálfshatri, ef eitt- hvað er að marka setningar sem hann skrifaði niður aftur og aftur, eins og: „I hate myself and I want to die.“37 Hann upplifði einnig sjálfan sig á skjön við annað fólk. Í viðtölum sem tekin voru við Kurt kemur nánast alltaf fram að hann hafi notað eiturlyf. En í viðtölunum minnist hann gjarnan líka á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.