Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 126
D ó m a r u m b æ k u r 126 TMM 2014 · 3 sögu þegar hann lýsir upplifun Mána Steins af plágunni: Eitthvert stjórnlaust afl hefur tekið land, eitthvað sögulegt er í þann veginn að ger- ast í Reykjavík á sama tíma og það gerist úti í hinni stóru veröld. Hvíta tjaldið hefur rofnað, það súgar milli heima. (35) Seinna, eftir að hann hefur sjálfur lifað af pláguna og óráðsdrauma hennar, ger- ist hann aðstoðarmaður læknisins Gari- balda Árnasonar og fer um bæinn að hlú að sjúkum og hirða lík. „Hversu ömurleg sem aðkoman er bregður drengurinn ekki svip. Dagana níu fellur varla orð af vörum hans. Reykjavík hefur í fyrsta sinn tekið á sig mynd sem speglar innra líf hans. Og því mun hann engum trúa fyrir“ (85). Rof hvíta tjaldsins birtist á ýmsan hátt í verkinu, en eins og áður segir ein- kennist bókin af margháttuðum sam- slætti andstæðra hluta, sem minna um margt á samklippitækni (montage) kvikmyndarinnar (og annarra lista, súrrealistar voru sérstaklega gefnir fyrir samklipp af ýmsu tagi). Sem dæmi má nefna að miðstöð aðhlynningar er Mið- bæjarskólinn, sem hefur verið dubbaður upp sem bráðabirgðasjúkrahús, en er í raun „allt í senn, munaðarleysingjahæli og sjúkrahús, vitfirringahæli og líkhús“ (74). Þegar Máni Steinn kemur þangað rifjast upp fyrir honum skóladagar sem einkenndust af því að hann var utan- veltu – að eigin vali, „það var hann sem afþakkaði að taka þátt í leikjum barnanna áður en þeim gafst tækifæri á að skilja hann út undan“ (75). Og líkt og þegar hann var nemandi við skólann stendur drengurinn utan þess hrikalega sjónarspils sem fram fer á þessu farsótt- arheimili, vinnur sína vinnu þögull eins og áður segir. Hér lýstur á látlausan hátt saman ungviði, menntun og vonum annars vegar og sjúkleika, dauða og vonleysi hins vegar. Það sem sameinar þetta er drengur sem stendur utan við þetta allt. Enn kemur kvikmyndin við sögu og fellir saman ólíka heima þegar plágunni fer að linna, en samkvæmt doktor Gari- balda er kvikmyndin í sjálfu sér plága. Reyndar er hún andleg plága með greini- legum kynferðislegum tilvísunum en það sem doktorinn hefur mestar áhyggj- ur af er blætisgildi kvikmyndarinnar, það að áhorfandinn getur starað óhikað á fólk, hlutgerft líkama þess og kallar þannig fram „pervertion“ (91). Þetta er augljóst áhyggjuefni og enn á ný má greina samhengi milli kvikmyndar og hins kynlega, þeirrar kynhneigðar sem er ekki bara bönnuð heldur einfaldlega ‚ekki til‘. Og má því að sjálfsögðu ekki sýna, né hætta á að kalla fram á neinn hátt. Hér er augljóslega verið að vísa til nýjustu kenninga innan sálfræðinnar í byrjun 20. aldar en seinna átti frum- kvöðull sálgreiningarinnar, Sigmund Freud, eftir að skrifa frægar greinar um blæti. Súrrealistar hrifust mjög af sál- greiningunni og töldu hana tilvalið tæki til að kafa ofan í (sködduð) sálardjúp með það að markmiði að draga fram óvæntar hliðskipanir og straumrof. Þess má ennfremur geta að súrrealistar gerðu beinlínis út á blæti, eins og birtist vel í ljósmyndum Man Ray. En doktorinn óttast ekki bara tæling- armátt kvikmyndarinnar, hann bendir á hættuna á smiti innan kvikmynda- húsanna. Því er það að þau Máni og Sóla fara „um Gamla og Nýja Bíó og kveikja þar klórgas í sýningarsölunum eftir leið- sögn læknisins“:4 Svartklædd frá toppi til táar, með svartar grisjur fyrir vitum og dökk hlífðar- gleraugu fyrir augum láta þau saltsýru drjúpa í klórkalkblöndu í leirkrúsum sem þau hafa komið fyrir hér og hvar milli sætanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.