Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 54
B j ö r n H a l l d ó r s s o n 54 TMM 2014 · 3 notfæra sér hvern, Maríón eða Böddi. En eftir að þau hittu Maríón og sáu áhrifin sem hún hafði á Bödda og hvernig hann hagaði sér í kringum hana ákváðu þau að þetta væri kannski bara allt fyrir bestu. Maríón var einlæg og glaðlynd og snerist um Bödda eins og hann væri barn. Hún var lágvaxin og eilítið samanrekin og þegar hún og Böddi komu í kvöldmat fann hún alltaf leiðir til að hjálpa til við matarundirbúninginn og var fyrst til að standa upp og taka af borðum. Á meðan sat Böddi og drakk kaffið sitt. Það minnti Jóhann á föður þeirra, sem var svo vanur því að láta snúast kringum sig að hann tók ekki einu sinni eftir því lengur. Þegar Böddi snerti Maríón, lagði handlegginn yfir axlir hennar eða tók hönd hennar og faldi hana í lúkum sínum, var það með barnslegri varfærni. Eins og hún væri fram- andi og brothættur gripur sem hann þorði varla að snerta með sínum stóru klunnahöndum. Hún talaði góða ensku en þó með sérkennilegum hreim og undarlegum frösum. Þau töluðu öll ensku við matarborðið til að hún yrði ekki útundan en hún skipaði þeim oft að tala íslensku frekar. „Til að hjálpa mér að læra,“ sagði hún með bjöguðum hreim. Stundum náði hún ekki alveg öllu en það virtist ekkert trufla hana heldur brosti hún bara og yppti öxlum og hallaði sér aftur á bak í stólnum til að láta þau vita að hún skildi ekki það sem sagt hafði verið. Það var frekar að það truflaði Bödda. Hann virtist fara hjá sér þegar hún skildi ekki eitthvað og hallaði sér að eyra hennar til að hvísla útskýringar. „Þetta var svona stefnumótasíða,“ sagði hann í rökkvuðu eldhúsinu. „Þeir voru með fullt af myndum og nöfn og áhugamál og svoleiðis. Líka myndir af körlum sem voru að auglýsa eftir eiginkonum. Þeir voru flestir frá Evrópu eða Bandaríkjunum. Svo gat fólk klikkað hvert á annað og skrifast á. Ég skoðaði svolítið af því sem karlarnir höfðu skrifað um sjálfa sig, bara svona til að fá hugmyndir um hvernig maður ætti að skrifa, og sumir þeirra voru svaka ógeðslegir. Voru að tala um hvernig konur þeir vildu. Stærðir og svoleiðis. Ógeðsgaurar.“ Orðin flæddu alls óhindruð, eins og honum væri létt að vera loksins að tala um þessa hluti. „Hvað sagðir þú um sjálfan þig?“ spurði Jóhann og sá hvernig bróðir hans fór hjá sér. „Bara, þú veist. Þetta venjulega. Ég talaði svolítið um hver ég er. Áhugamál og vinnu og þannig. Sagðist vilja kynnast góðri konu. Góðhjartaðri konu.“ Hann hikaði og sagði svo: „Fólk heldur alltaf að þetta sé einhver þrælkun. Að þessar konur séu bara keyptar eins og einhver söluvara. Það er ekkert endilega þannig. Það er enginn peningur í þessu, bara fólk sem vill hittast og reyna að búa til líf saman. Sumar þessar stelpur, það er kannski bara ekki svo mikið í boði fyrir þær þarna og þær langar að komast burt og eignast eiginmenn og fjölskyldur. Og megnið af körlunum er bara gaurar eins og ég sem misstu kannski af tækifærinu til að kynnast einhverjum og eignast fjöl- skyldu þegar þeir voru yngri.“ Jóhann kinkaði kolli. Þótt hann hafi verið forvitinn þá var honum eilítið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.