Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 3 131 Brotið, rænt og týnt Það var mál margra útlendinga sem ferðuðust um landið að silfursmíð Íslendinga væri „einkar falleg“, svo vitn- að sé í Nicolai Mohr, færeyskan náttúru- fræðing sem var hér 1780–81 á vegum dönsku stjórnarinnar. Daninn Nils Horrebow, sem hér dvaldi á árunum 1749–51, hrósaði íslensku kirkjusilfri í hvívetna, taldi það vandaðra en það sem finna mátti í dönskum þorpskirkjum. Í lok 18. aldar fór Bretinn John Clevely einnig fögrum orðum um hérlenda silfur smíð. En eins og Þór getur um (bls. 30) þótti Mohr einnig sérkennilegt hve þessir hagleiksmenn á málma voru hirðulausir um verkfærakost og verk- menningu þjóðar sinnar. Vitnisburður útlendinga á borð við Horrebow, Mohr og Clevely er mikilvægari en ella vegna þess hve mikið hefur gengið á gull- og silfurgripi landsmanna í aldanna rás. Hefði varðveist þriðjungur þeirra góð- málma sem fluttir voru úr landi í formi gripa eða brotasilfurs er viðbúið að heildarmyndin liti öðruvísi út. „Gullgripir eru nánast engir til lengur en útdeilingaráhöld frá miðöldum, kal- eikar og patínur úr silfri, eru enn til í kirkjum og söfnum og má telja sumt það með nokkurri vissu íslenzkt,“ segir Þór (bls. 34). Heimildir frá miðöldum gefa til kynna að Íslendingar hafi snemma byrjað á því að brjóta niður gull- og silf- urgripi og nota sem gjaldmiðil, enda var það alsiða í Evrópulöndum. „Það sem bilað var eða hæfði ekki lengur tízku eða breyttum tíðaranda, eða var ofauk- ið, svo sem aukaáhöld í kirkjum, var óhikað brotið í deiglur málmsmiða og var þá sjaldnast hirt um listgildi eða minjagildi hluta, og sízt þeirra sem gamlir voru.“ (bls. 27) En niðurlæging- artímabil íslenskrar silfursmíðar hófst fyrir alvöru í kjölfar siðaskipta, er Krist- ján konungur III hóf að sölsa undir sig eignir klaustra og biskupsstóla. Skál- holtsstóll og Hólastóll voru tilneyddir að senda konungi tunnur af silfri, og var margt vandaðra kirkjugripa meðal þess. Á höfðingjasetrum rupluðu konungs- menn og rændu, m.a. á einum stað „gyllinum, skálum og staupum“ og rifu jafnvel nisti af kvenfólki (bls. 36). Er það mat Þórs að siðaskiptin hafi orðið til þess að gullsmíði lagðist af að mestu á landinu, og hafi ekki náð sér að marki fyrr en á 18. öld. En Kristján III og siðbótin voru ekki einu skaðvaldarnir. Síðari konungar og „plattfurstar“ í Danmörku kröfðust silf- urs af Íslendingum í hvert sinn sem þeir stóðu í stríði eða voru blánkir. Með reglulegu millibili riðu danskir og ensk- ir ribbaldar um héruð, rændu stöndug- um Íslendingum og kröfðust lausnar- gjalda fyrir þá í silfri, svokallaðir „Tyrk- ir“ gerðu strandhögg víða á landinu og stálu silfri; silfur eyðilagðist og í tals- verðum mæli í eldsvoðum á heimilum ríkisfólks (bls. 39). Til dæmis er talið að mikið af gömlu silfri hafi farið forgörð- um í bruna að Hverfisgötu 34 í Reykja- vík svo seint sem 1912. Loks má geta þess „umtalsverða magns silfurgripa, sem fór úr landi á 19. öld vegna söfnun- ar útlendinga og erlendra safna, en þá var frekast um að ræða að menn sæktust eftir eigingildi gripanna sjálfra,“ ( bls. 43). Í lok þessarar hrakfallasögu íslenska silfursins, sem Þór rekur skilmerkilega í bók sinni, þakkar lesandinn eiginlega sínum sæla fyrir þá silfursmíð sem stóð af sér þessi áföll. Ýmislegt ranghermi varðandi íslenska silfrið er hér skilmerkilega leiðrétt. Sjálf- ur stóð ég í þeirri trú að víravirkið hefði komið hingað frá Noregi með fyrstu landsnámsmönnum og verið við lýði allar götur síðan. Þór staðhæfir að ekki finnist dæmi um íslenskt víravirki frá fyrri hluta miðalda, það sé fyrst nefnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.