Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 51
E i g i n m a ð u r i n n o g b r ó ð i r h a n s TMM 2014 · 3 51 Honum varð hugsað til þeirra mörgu smáu breytinga sem hann og Ella höfðu orðið vör við í fari Bödda síðan hann kvæntist. Afmælisgjöfum handa krökkunum var pakkað inn í litríkan pappír með fallegum borða og aug- ljóslega ekki af búðarstarfsfólki. Böddi hætti að ganga í skyrtum með götum á olnbogunum og var ætíð hreinrakaður. Hann hafði sagt Jóhanni með strákslegu brosi að Maríón þætti óþægilegt hvernig skeggbroddarnir rispuðu hana þegar þau kysstust. Ella hafði meira að segja fengið sendan blómvönd í vinnuna þegar hún fékk stöðuhækkun. Hvítar liljur. Blómunum hafði fylgt kort með heillaóskum frá Bödda og Maríón. Kortið var reyndar allsérstakt. Framan á því var mynd af dökkklæddri konu sem kraup á hné. Gylltir geislar ljómuðu í kringum höfuð hennar. Innan í kortinu, fyrir ofan netta rithönd Maríón og klunnalegt hrafl Bödda, voru tvær ljóðlínur skrifaðar af varfærni á tungumáli sem Ella hélt að væri latína. Þau komust aldrei að því hvað stóð í kortinu en voru snortin af fyrirhöfn Maríón í þeirra garð og þökkuðu henni hugulsemina í næsta skipti sem hún og Böddi komu í mat. Bræðurnir settust niður við eldhúsborðið. Litli kjallaraglugginn fyrir ofan þá varpaði gráleitri birtu á eldhússkápana. Stöku sinnum heyrðu þeir marr- andi fótatak vegfarenda á gangstéttinni og birtan á skápunum flökti. Böddi færði til tóma pizzukassa á eldhúsborðinu og bauð upp á kaffi. „Ég á bara instant,“ sagði hann. Hann skrúfaði frá krananum en vaskurinn var fullur af leirtaui og vatnið flæddi yfir óhreina diskana og niður á gólf. Hann bölvaði, færði til hauginn í vaskinum og þurrkaði upp bleytuna með öðrum fæti með því að nudda loðnum inniskónum í pollinn. „Ég reyndi að hringja í þig,“ sagði Jóhann. „Já, er það?“ „Ég hringdi á skrifstofuna. Þau sögðu mér að þú værir veikur heima.“ Bróðir hans sneri sér við með kaffikrús í hvorri hönd. „Hvað sagðirðu þeim?“ spurði hann og setti bollana á borðið, opnaði ísskápinn og tók út stóra mjólkurfernu. Sykurkarið var nú þegar á borðinu. Bræðurnir kunnu báðir að meta mikið af sykri og mjólk í kaffið sitt. „Ekkert. Ekki neitt.“ „Ég er búinn með alla frídagana mína,“ sagði bróðir hans og settist. „Ókei.“ Þeir blönduðu ríflega í kaffið. „Ég vildi að þú hefðir sleppt því að vera að hringja í vinnuna mína,“ sagði Böddi. „Þau gætu haldið að það væri eitthvað í gangi.“ „Þú svaraðir ekki. Það var slökkt á gemsanum þínum. Ég vildi ekki vera að keyra alla leið hingað til þess eins að uppgötva að þú værir í vinnunni.“ „Þetta er ekki eins og í vinnunni þinni, þú veist. Ég get ekki bara farið hvenær sem er og kannski ekki mætt þegar ég nenni ekki og sagst vera að vinna heima.“ „Vinnan mín er ekki þannig. Ég er viss um að þau voru ekkert að pæla í því af hverju ég var að hringja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.