Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 35
TMM 2014 · 3 35
Sverrir Norland
Kvíðasnillingarnir
Tveir kaflar úr væntanlegri skáldsögu
Líkkistunætur
Herdeildir af flugum splundruðust á framrúðunni eins og flugeldar. (Steinar
heyrði í huga sér gamlárskvölds-gnýinn.)
„Mikið er hún deprímerandi eitthvað, þessi svokallaða náttúra,“ stundi
mamma Signý upp úr glósunum sínum um kitl.
„Vertu ekki alltaf svona neikvæð og tilgerðarleg alltaf,“ sagði pabbi Alfreð.
Meðfram veginum rann svart, samúðarlaust fjall saman við svarta, sam-
úðarlausa eyðimörk.
„Þú tvítókst alltaf í sömu setningunni, Alfreð,“ stundi mamma Signý.
„Manstu þegar við gengum upp Esjuna og þú leist ekki einu sinni upp úr
Íslenskri orðsnilld á leiðinni? Og heyrðu, manstu hvernig þú …“
„Stýrið, spóafótur! Stýrið!“
„… sást ekki einu sinni blóðrautt sólarlagið!“
Á meðan þau rifust um hvar best væri að æja til miðdegisverðar fraus
Steinar til dauða í aftursætinu, hafði þá í draumi laumast fram úr á tásl-
unum til að stela sér mör gæsar íspinna en frystikistan lifnað við. Hann
fannst ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar, hrímgaður og helgrænn með
örfín grýlukerti á augnhárunum. Burt frá syrgjandi ásjónum foreldra sinna
hrap aði hann milli martraða, rauð gló andi skrímslaaugu króuðu hann
af í húsasundi úr svarthvítri njósnamynd, grýlu kertin snarbráðnuðu af
augnhárunum, svo gnast í mölinni þegar þau renndu loks í hlað hjá sumar-
bústaðnum. Kófsveittur rumskaði hann af blundinum og rúllaði sér út úr
Panda Jolly, inn í leynirjóðrið til að segja dagbókinni frá draumnum.
Fá hlé frá ástaratlotum foreldra sinna:
„Nú kemur sú lata, keðjureykjandi með mér í röskan göngu túr um þá
guðs grænu, he he!“
„Æ, þegiðu, Alfreð.“
* * *