Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 44
S t e i n u n n L i l j a E m i l s d ó t t i r 44 TMM 2014 · 3 þess að horfa á símann minn fylgist ég nú vel með leikmönnunum. Einn þeirra verður hetjan. Söguhetjan. Óskar Örn verður fyrir valinu. Hann er með flott hár, lágvaxinn og örlítið bangsalegur. Samt er eitthvað víkingalegt við hann líka. Víkingabangsi. Óskar Örn er snöggur upp kantinn, er hvorki hræddur við að taka boltann né gefa hann og hann lætur sig ekki detta eins og nær allir í kringum hann. Svo er hann líka sá eini sem ég man nafnið á. Íslensk stuðlasetning klikkar ekki. Óskar Örn tekur á móti bolta. Hann sparkar honum. Hann fær gult spjald. Hann sparkar aftur. Hann hleypur. Hann lagar hárbandið. Hann sparkar. Hann gefur boltann. Hann sparkar. Hann hleypur. Hann sparkar. Hann lagar hárbandið. Hann hysjar upp um sig sokkana. Svakalega er mikið nælon í sokkunum hjá KR. Þetta er eins og sokka buxur. 40 den. Þetta er ekki mjög karlmannlegt. Og eru allir í gulum fótboltaskóm? Nei, sumir eru í grænum. Hvað varð um svarta fótboltaskó? Er einn þeirra í mislitum skóm? Já! Annar er gulur, hinn er grænn. En áhugavert! Ég verð að segja Stefáni frá þessu! „Já, er það?“ Einn leikmannanna er alltaf að fikta í klofinu á sér. Veit hann ekki að það er ekki rennilás á íþróttastuttbuxum og hann getur því ekki verið með opna búð? Af hverju er hann svona óöruggur? Er eitthvað að angra hann? Hvað getur það verið? Er hann með lítið sjálfstraust? Öskraði einhver áhorfandinn eitthvað ljótt til hans? Ætli það sé erfitt að vera fótboltamaður? Er þetta full vinna eða hefur hann annað starf líka? Kannski er mikið að gera í hinu starf- inu hans. Kannski vinnur hann á fasteignasölu. Hann lítur pínulítið þannig út. Það getur ekki verið gaman að vinna á fasteignasölu. Annar leikmaður virðist alltaf koma sér undan því að hlaupa. Einn er alltaf skyrpandi. Einn er klárlega í sleipari skóm en hinir. Einn er með háværa rödd sem berst skýrt yfir völlinn. Einn fær aldrei til sín boltann. Einn er alltaf að horfa á stúkuna. Einn hleypur með hendurnar alveg upp að búknum … Áður en ég veit af er ég búin að sálgreina nákvæmlega hegðun flestra leikmanna og búa mér til minn eigin sannleika um þá. Ég ranka ekki við mér fyrr en Stefán bankar í öxlina á mér og fer að ganga í átt að bílastæðinu. Leikurinn klárast. Annað liðið vann. Eða það var jafntefli. Næsti leikur. Nú mun ég fylgjast með fólki fyrir alvöru. Ekki bara leik- mönnum heldur áhorfendum líka. Það mun fá tímann til að líða og fyrr en varir verður þetta búið. Þessi leikur skiptir víst meira máli en hinir. Stefán er taugaspenntur. Tengda pabbi er mættur líka. Hann er með teinóttan trefil. Ég hef lært mína lexíu og er með teppi meðferðis. Þegar rigningin byrjar að lemja á okkur sný ég mér að Svenna tengdó og ætla að spyrja hann hvort hann vilji deila með mér teppinu en hika þegar ég sé að hann er með hugann annars staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.