Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 123

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 123
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 3 123 og jarðarberi (1989); sögulegu áhersluna sem hefur verið áberandi í þeim nýjustu, Skugga­Baldri (2003), Argóarflísinni (2005) og Rökkurbýsnum (2008) ; og frásagnarmátann sem einkenndi gólem- bækurnar, Augu þín sáu mig (1994) og Með titrandi tár (2001), en þar er skipt ört milli sviða og ólíkum svipmyndum brugðið upp. Einkenni þeirra síðasttöldu er líka að vísað er til verka sem teljast tilheyra dægurmenningu, kvikmynda og gotneskra sagna – og með því er haldið til haga menningarsögu sem hefur ekki verið áberandi. Og svo má finna þarna tilvísun í ljóð höfundar; þegar drengurinn sér stúlkuna sem hann dáir umfram allt var eins og honum hefði „gefist röntgensjón og hann sá hana eins og hún raunverulega er“ (13). Ljóðasafn Sjóns frá árinu 1986 heitir einmitt Drengurinn með röntgen­ augun. Fyrir utan allt þetta er sagan marg- breytilegt og áhrifaríkt verk. Hér segir frá ungum dreng, Mána Steini, sem er á skjön við samfélag sitt, Reykjavík, haustið 1918. Hann er samkynhneigður – og þar með ‚ekki til‘, að auki mun- aðar laus og lesblindur; en þrátt fyrir það er hann ákaflega viðeigandi lykill að sýn á söguna. Drengurinn er að mestu alinn upp hjá gamalli konu sem segist vera langömmusystir hans og eftir að hafa lokið skólaskyldu sér hann fyrir sér með því að selja sig karlmönnum, bæði hér- lendum og erlendum. Tekjurnar renna beint í kassa kvikmyndahúsa, en helsta áhugamál Mána Steins er að fara í bíó. Katla gýs, spánska veikin berst til lands- ins og allt virðist á hverfanda hveli. Meðan plágan geisar aðstoðar drengur- inn lækninn Garibalda Árnason ásamt stúlkunni Sólu Guðb- sem Máni Steinn dáir, enda er hún mikill töffari, ferðast um á mótorhjóli og er eins og stigin út úr veröld bíómyndanna. Fullveldis- athöfnin reynist drengnum örlagarík, en í kjölfar hennar er hann sendur burt úr landi – þar bíða hans ný ævintýri sem lesandi verður að segja sér sjálfur, en í lokakafla kemur fram að hann kynnist framúrstefnulistafólki og deilir kvik- myndaáhuganum með því. Hann snýr aftur til landsins í félagsskap þessara vina sinna, en þegar hann heimsækir bernskuslóðirnar tekur skáldskapurinn völdin yfir sögunni og drengurinn máist út – enda var hann aldrei til. Höf- undurinn stígur fram og tengir tilurð verksins eigin fjölskyldusögu. Hér má auðveldlega greina útlínur þroskasögu í bland við sögulegan skáld- skap. Hvorugt er þó aðalatriðið, vissu- lega upplifir Máni Steinn breytingar á tilveru sinni og vissulega er sviðið sögu- legt, en þó er það hvorki hefðbundinn þroski né sagan sem er endilega við- fangsefni verksins. Það eru frekar skuggahliðar sögunnar, það sem var ósýnilegt og ‚ekki til‘ sem leika aðalhlut- verkin, auk þess sem frásagnartæknin dregur mjög dám af annarri helstu ástríðu piltsins, kvikmyndinni. Skugga- hliðarnar tengjast líka hluta samkyn- hneigðar í verkinu, sem er tákn alls þess sem er utan hins daglega lífs – bókstaf- lega, því hún tilheyrir heimi næturinnar og alls þess sem er á einhvern hátt falið og fellur ekki að hinu borgaralega normi. Þar kemur framúrstefnan inn, en á margan hátt er freistandi að lesa hana saman við kynvilluna.1 Framúrstefnan er á þessum tíma barnung, árið 1909 hafði ítalska skáldið Marinetti sent frá sér fyrstu yfirlýsingu fútúrismans, sem skoða má sem ‚form- legt‘ upphaf þeirra framúrstefnuhreyf- inga sem síðar áttu eftir að setja mark sitt á listir og menningu tuttugustu ald- arinnar. Sjón tilheyrði framúrstefnuhópi sem stofnaður var árið 1979 og kenndi sig við Medúsu (sjá grein úd í TMM,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.