Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 40
S v e r r i r N o r l a n d 40 TMM 2014 · 3 skúrnum hjá ömmu ljúfu; smíða sleða, yrkja vísur, drekka sig notalega fulla af rabarbaravíni. „Hvernig heldurðu að hann hafi það núna?“ spurði Steinar gegnum lík- kistulokið. „Honum leið nú alltaf best með molduga fingur úti í garði.“ Og kannski væri dauðinn ekki annað en upprifjun á öllum bestu stundunum úr lífi okkar? Það héti contemplatio mortis, að hugsa um dauðann þar til hann yrði sjálfsagður hluti af lífinu og þar með ekkert ógn vænlegur lengur. Ef til vill lægi afi töggur nú í gröfinni og léti sig dreyma um fyrstu kynni þeirra ömmu ljúfu, þegar þau sungu frum samdar ástarvísur inn um gluggann hvort hjá öðru. „Laufblöðin hljóta að iðka þetta contemplatio mortis,“ sagði Steinar hásum rómi þegar pabbi Alfreð hleypti honum loks út við dagrenningu og þeir sáu út um bíl skúrs glugg ann hvernig haustlaufið sveif hægt og rólyndislega niður á göturnar allt um kring, perugult, eldgrænt, kopar rautt eins og hárið á Óskari. * * * Steinar spurði hvort þau mamma Signý ætluðu að skilja. Pabbi Alfreð sagði að sumir væru heppnir með ástina, aðrir óheppnir, svo einfalt væri það nú. Síðan að það væri merki legt með hjónabandið: Árum saman reyndi fólk að skilja hvort annað og ef það fengi engan botn í málið endaði það loks á því að skilja – þó í öðrum skilningi. Og kannski væri það eini skilningurinn sem öðlast mætti á lífsleiðinni, að engar tvær manneskjur ættu nema stundlega samleið. Nema afi töggur og amma ljúfa. Þau höfðu verið heppin. Þeir pabbi Alfreð lágu í bólstruðu svefnlíkkistunum sínum og hlustuðu á ýlfur pípulagnanna, flaututóna vindsins, gerðu sér í hugarlund drauma afa töggs sem nú hvíldi sig í kistu rétt eins og þeir – nema hvað hann var niðri í jörðinni, þeir ofan á henni – draumar afa töggs voru svo fallegir, svo fullir af hlýju og ást, að eitt andartak gat maður næstum trúað því að hvergi þrifist neitt ljótt, að hver stund ævinnar væri töfrum slungið kraftaverk og að dauðinn væri ekki annað en sældarlegur ropi eftir ljúffenga veislumáltíð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.