Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 10
S o f f í a B j a r n a d ó t t i r 10 TMM 2017 · 2 sögunnar huga sem er tvíkynja. Líkami og þar með kyn sem og kynhneigð Orlando breytist eftir því á hvaða öld hann/hún lifir. Mörk andstæðuparsins karl og kona máttu og mega gjarnan leysast upp fyrir mér í veröldinni eins og í skáldverkinu Orlando. Af hverju var líkaminn þá svona heilagur? Við erum auðvitað ekkert annað en líkami. Eða hvað? Hugsanir, tilfinningar, hvatir, minningar, saga. Allt býr í líkamanum. Í það minnsta birtumst við hér á jörðu, í heiminum, sem vera í líkama. Með skynjun á þessum heimi, sem við birtumst í, yfirstígur líkaminn aðskilnað líkama og sálar. Líkaminn skapar okkur aðstæður þar sem frelsi og nauðung takast á. Þar er einnig hægt að lokast af. En hugmyndir okkar geta verið eins og steypuklumpur sem hefur verið komið fyrir í heilaberkinum. Íþyngjandi og meiðandi. Áður hafði sonur minn grátið í eldhúsinu mínu, þegar ég reyndi að aftra honum frá því að fara í hormónameðferðina, og með andlitið í höndum sér sagði hann grátandi: „Viltu ekki að ég sé hamingjusamur?“ – Auðvitað vildi ég ekkert heitar en að sjá hann hamingjusaman. Barnið mitt. Ég var líklega maríneruð af melankólíu og ótta. Þessi plássfreku skrímsli tilvistarinnar. Ég var hrædd um hann. Hann er viðkvæm jurt með sérstakt taugakerfi, sterka skynjun. Ég var einnig upptekin af sannleika og lygi. Að það væri til ómengaður sannleikur um manneskjuna. Er þetta satt? Er það satt að hann sé strákur þegar hann fæddist í stelpulíkama? hugsaði ég á brautum þráhyggjunnar. Skiptir sannleikurinn máli? Að sjálfsögðu skiptir það máli hver við erum og hvernig við skynjum veru okkar í heiminum. Það er ekki einungis líkaminn sem gerir þennan skýra greinarmun á karl- og kvenkyni heldur ekki síst tungumálið. Í tungumálinu verður gjáin að djúpi. Sér í lagi í þessu kynjaða tungumáli sem íslenskan er. Nær hver einasta setning er kynjuð. Þú ávarpar sjaldan manneskju án þess að kynja hana um leið og staðfesta þar með kyn hennar. En spurningin er hvort það sé til fastur kynjaður kjarni þegar kemur að manneskjunni sjálfri, burtséð frá tungumáli og líkama. Erum við eitthvað annað en líkami okkar? Og hvað með orðin sem ljóðmælandi í ljóði Sigfúsar Daðasonar biður okkur að fara varlega með því þau geti sprungið? Það var upphaflega í tungumálinu að stríðið hófst á heimilinu. Hann tók upp karl- mannsnafn og gróf kvenmannsnafnið. Við skírðum hann Evu. Því hann var kona. Fyrsta konan, hugsaði Jesústelpan sem býr innra með mér. Hann er ekki Eva. Hann er Emil. Á tímabili var ég svo ringluð að ég var farin að ávarpa bæði börn mín í karlkyni, þó að ég hafi einungis fætt börn í stúlku- líkama inn í þennan heim. Þetta átti sér stað á meðan tungumál móðurinnar í mér var að brjótast úr hlekkjunum. Ég var ávallt leiðrétt. Fyrst með þjósti, já, í dágóðan tíma olli þetta spennu og sársauka, en að lokum með húmor. Yngra barnið, dóttir mín, tók þessu tungumálaflökti móður sinnar ávallt með stóískri ró. Þegar ég ávarpaði hana í karlkyni: „Ertu svangur, elskan?“ svaraði hún eins og zen-meistari: „Nei, ég er ekki svangur en ég gæti mögu- lega verið svöng.“ Lengi vel var ég handviss um að væntanleg kynleiðrétting væri þráhyggja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.