Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 20
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 20 TMM 2017 · 2 mönnum“ því oft vildu umræður um þessi málefni verða „óviðfeldnar“.54 Hún tekur svo fram að Guðjóni Samúelssyni skuli veittar 600 kr. í námsstyrk „hvort árið“ sem hann á eftir af námi sínu.55 Það er því ekki útilokað að hvati fyrstu tilraunar til þess að skrifa fræðilega um skipulagsmál hafi jafnframt verið að forða sultarólinni frá öðru gati. Það ber að gefa sérstakan gaum að þessum orðum Sveins: „Jeg hugsa mjer, að ástæðurnar á móti styrknum hafi verið eitthvað á þá leið, að landið þarfnist ekki byggingafróðra manna, alt þar að lútandi sje í svo góðu lagi, að það verði ekki bætt“. Einnig: „þá verða menn að líta svo á, að þinginu virðist landbúspóstur þessi ekki styrks verður, eða byggingarnar hjer á landi svo fullkomnar, að þar sje ekki um bót að ræða“. Sveinn var einn athafnamesti byggingarmeistari bæjarins og hafði því nokkra vigt í umræðum um bygg- ingarmál. Hann gat trútt um talað. Þessi hluti greinarinnar er í rauninni argasta háð og harðorð gagnrýni á borgarstjórn sem að margra mati var að láta bæinn drabbast niður áður en honum hafði verið hróflað upp. Ekki er þar með sagt að fyrstu fræðilegu skrif um skipulagsmál á Íslandi hafi einkum birst til þess að þrýsta á fjárlaganefnd – þótt vissulega væri hægt að draga þá ályktun. Hitt er augljóst, að efni greinarinnar sýnir þann sess sem húsnæðis- og skipulagsmál skipa innan stjórnmálanna þegar Guðjón fer utan til náms. Hér var allt í ólestri.56 Sagt hefur verið að manngert umhverfi endurspegli gildismat þess sam- félags sem skapaði það. Fyrir bragðið væri hægt að segja að byggingarlist og borgarumhverfi feli, að vissu marki, í sér siðræna hlið – sem virðist falla ágætlega að hugmyndakerfi Guðjóns. Ætti þá, að breyttu breytanda, ekki að vera hægt að lesa nokkuð í byggingarlist þjóða um þau gildi sem eru í hávegum höfð, að minnsta kosti þau gildi sem ríktu, eða töldust ákjósanleg, þegar byggt var? Reykjavík hefur um skeið verið mikilvæg í menningarþróunarlegum og menningarsögulegum skilningi á Íslandi. Miðbær hennar ennfremur. Hann er einn þeirra staða sem er efnisleg staðfesting á menningarsögu okkar og leggur drjúgt af mörkum til að gera okkur að þjóð.57 Þá er spurning, fall- ist maður á að manngert umhverfi endurspegli gildismat þess samfélags sem skapaði það, hvort snúa megi fullyrðingunni á haus: Hvort samfélagið endurspegli ekki – að lokum – gildismat þeirra bygginga sem eru reistar? Ef hús fellur í borginni og það er enginn sem heyrir … Í upphafi 20. aldarinnar var mikill framfarahugur í Íslendingum. Fólk flutti unnvörpum úr sveitinni á mölina í leit að lífsgæðum. Reykjavík fór ört vaxandi og stöðugt vantaði húsnæði. Landið „var kalt og veðrasamt og engar menntastofnanir í listum eða verkfræðum gátu vísað veginn“.58 Berklar voru landlægir, hreinlæti var ábótavant og bústaðir fólks ekki til þess hæfir að ráða á þessu bót. Svo lítið var um byggingarefni að dæmi eru um að heil
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.