Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 26
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 26 TMM 2017 · 2 hann byggt verslunarhús Nathans og Olsen og Skrifstofuhús Eimskipafélags Íslands í Pósthússtræti þar sem nú – líkt og svo víða annars staðar í miðbæ Reykjavíkur – er hótel.95 Þetta mun aðeins vera sýnishorn af því sem hann kom í verk í Reykjavík og þá er ótalið allt sem hann gerði á landsvísu. Sumum sem drógu andann á þessu skeiði þótti sem lífið blasti við þeim og yfirlýsingar eins og „Framtíðin ljómar öll, dýrleg, undursamleg. Oss tekur að dreyma stóra drauma og dásamlega“ tóku að sjást í skrifum manna.96 Augu manna tóku um leið að opnast fyrir því að borgin væri ljót og það þyrfti að byggja, endurnýja og leggja á ráðin. Algengt var að greinar birtust í blöðunum þar sem sagt var af eldheitum umræðum á bæjarstjórnarfundum. Þar orðaði fólk skoðanir sínar um að flest húsin í Reykjavík væru „illa gerðir og ólögulegir kumbaldar“ og að bærinn væri svo ljótur sökum fátæktar og ofvaxtar að byggingarnefndin væri ekki vandanum vaxin: „Það eru brjóstumkennanlegir menn, sem eru til þess útvaldir, að vera í byggingar- nefnd í Reykjavíkur [svo] – í jafnherfilega ljótum bæ“.97 Hjer í liggja ástæðurnar Í fyrsta sinn í sögunni kom til greina að Reykjavík yrði höfuðborg í öðrum skilningi en aðeins að nafninu til. Allur asinn sem virtist fylgja fólks- mergðinni virtist á sama hátt skjóta sumum skelk í bringu. Menn óttuðust að borgin yxi of geyst og afleiðingarnar hlytu að verða slæmar fyrir heill þjóðarinnar. Árið 1925 skrifar Jón H. Þorbergsson: [M]entaþjóðir sjá betur og betur sannleik þessa máls. Sjá það, að fjöldinn af kaup- staða- eða borgarbúum verða andlegir og líkamlegir fátæklingar, og að stöðug fjölgun fólks í bæjum, en fækkun í sveitum, dregur óðum til úrkynjunar og eyði- leggur þjóðflokkana […] Fólkið hrúgast í kaupstaðina, og fyrir fjölda þess verður hlutskiftið þetta: Óstöðug atvinna, þröng húsakynni og dýr, einhæft og oft ófull- komið fæði, sollblandið fjelagslíf, iðjuleysi unglinga, götulíf – og engin efni. Hjer í liggja ástæðurnar fyrir því að fólkið úrkynjast, tapar bæði andlegum og líkamlegum þrótti.98 Um þessar mundir fara umræður um menningarmál að tvinnast saman við byggingar- og skipulagsmál á Íslandi og meðan sumir vildu sækja fram vildu aðrir leita leiða til þess að halda í gömul gildi. Menningarsjóður er settur á laggirnar 1928 að undirlagi Jónasar frá Hriflu og gerir sitt til þess að hefta framrásina og heimilar að veita verðlaun fyrir teikningar að húsum „þar sem leitað væri samræmis við höfuðdrætti í náttúru landsins“.99 Guðjón Samú- elsson kemur á þessum tíma heim úr alþjóðlegu umhverfi og flytur viðhorf þess með sér í verkum sínum. Þau féllu hins vegar ekki í kramið hjá öllum hérlendis. Hugsanlega var það sökum þess að hér á landi var fornt bænda- samfélag sem „hafði nýlega hrundið af sér helsi erlends valds og leitaði sjálfs- vitundar í fortíð sinni“.100 Þriðji áratugurinn einkennist hér á landi af þverstæðum og togstreitu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.