Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 27
G u ð j ó n S a m ú e l s s o n o g s i ð u n í s l e n s k r a r þ j ó ð a r TMM 2017 · 2 27 Annars vegar reyna ráðamenn að sanna fyrir umheiminum að Ísland og íslensk menning standi jafnfætis öðrum „menningarþjóðum“ heimsins og til þess þarf samfélagið að nútímavæðast. Hins vegar – og það er einnig þáttur í nútímavæðingu Íslands – er sjálfstæðisbaráttan í fullum gangi og henni fylgir sjálfsmyndarsköpun sem er nátengd öllu sem fornt er. Tvennt gerist í senn. Haldið er í tvær áttir samtímis. Benedikt Hjartarson hefur rannsakað þessa þverstæðu og þykist „greina sameiginlega þræði í skrifum menntamanna um framtíð íslenskrar menningar á þessum tíma: flytja á inn það besta úr evrópskri menningu en vernda íslenskt þjóðfélag fyrir spillingaráhrifum nútímans“.101 Benedikt bendir á að í grein sem Einar Olgeirsson skrifar í ritið Réttur árið 1926 birtist tvíbent viðhorf til nútímamenningar þess tíma. Einari finnst nauðsynlegt að opna þjóðlíf fyrir uppbyggilegum áhrifum en á sama tíma þurfi að vernda það fyrir alþjóðlegum meinum sem eiga rót í sama brunni. Benedikt telur grein Einars Olgeirssonar lýsandi fyrir hugmyndafræðilegar þverstæður sem gegnsýrðu orðræðu og listastefnur á sínum tíma og þá ekki síst þá skoðun hans að opna þurfi landið fyrir erlendum menningarstraumum en engu að síður að taka tillit til sérstöðu íslenskrar menningarhefðar. Einar vill, með öðrum orðum, éta kökuna en eiga hana, fá heimsenda pítsu með þjóðlegu áleggi – sushi úr súrmat. Nýir tímar voru í vændum og menningin skyldi fylgja í svelginn sem þeim fylgdu. Aftur á móti voru menn klofnir í skoðunum hvort synda ætti með eða á móti straumnum. Annars vegar voru nýjungagjarnir listamenn sem vildu segja skilið við afdalina og tengja sig stóru hugmyndastraumunum sem flæddu um senuna í Evrópu. Ein leiðin sem farin var í þeim tilgangi var notkun framúrstefnulegra hugtaka á borð við expressjónisma, súrrealisma, dadaisma o.s.frv. Litið var á slíka hugtakanotkun sem „tákn um róttæka nútímahyggju“ sem fæli í sér „ákall um byltingarkennda nútímavæðingu íslenskrar menningar“.102 En nútímavæðing ríkisvaldsins átti einnig sinn þátt í röð atburða. Í doktorsritgerð Ólafs Rastrick segir til dæmis að áhugi íslenskra stjórnmálamanna á menningar-, mennta- og heilbrigðismálum – sem öll áttu sameiginlegan snertipunkt í borgarskipulagi Reykjavíkur – hafi ekki verið tilviljun heldur nauðsynlegur „á grundvelli almennrar þróunar í átt til frjálslynds lýðræðis og þjóðríkja“.103 Hins vegar voru þeir sem stóðu á hinum vængnum og vildu bregðast við flóttanum á mölina og treysta gömul gildi með því að koma á fót héraðs- skólum í sveitum til þess að „rótfesta hjá æskulýðunum þar ást og virðingu fyrir sveitalífinu og framförum þess. Og glæða skilninginn á nauðsyn og þörf þjóðarinnar að rækta og byggja landið“.104 Ekki fór hjá því að Guðjón, þrátt fyrir að vera einhvers konar Prómeþeifur byggingarlistar á Íslandi, yrði fyrir áhrifum af þjóðernisvakningu þessara ára og þess gætir í vinnu- brögðum hans. Framan af fylgir hann þeirri braut sem forverar hans, Einar Erlendsson og Rögnvaldur Ólafsson, höfðu lagt við húsasmíð. Það var einkum hin sígilda
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.