Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 80
Á s d í s R . M a g n ú s d ó t t i r 80 TMM 2017 · 2 stíl Camus í bókinni Skrifað við núllpunkt og benti á hvernig Camus skapaði þannig „stíl fjarveru“ sem klippir á tengsl við Söguna eða tímann, og þá væntanlega ritunartíma verksins.8 Sartre fjallaði um stíl verksins í grein sinni „Explication de L’Étranger“ og sagði að hver setning í verkinu væri eyland, einangruð frá þeirri sem er á undan og þeirri sem kemur á eftir, setning- unum væri einfaldlega raðað hlið við hlið og tengiorð fágæt. Þess vegna sé t.d. enginn varanleiki í tilfinningum Meursault í garð Marie og hann tekur sem dæmi þessar setningar: „Rétt á eftir spurði hún mig hvort ég elskaði sig. Ég sagði henni að ég héldi ekki en að það hefði enga merkingu. Hún var leið á svipinn. En þegar við vorum að undirbúa matinn hló hún aftur, af engu tilefni, en þannig að ég kyssti hana. Það var þá sem við heyrðum allt í einu hávaðarifrildi berast frá íbúð Raymonds.“9 Þetta tengslaleysi kemur ekki síður fram í hinum frægu upphafsorðum verksins þar sem sögumaður fréttir af dauða móður sinnar: „Mamma dó í dag. Eða var það í gær. Ég veit það ekki. Ég fékk skeyti frá elliheimilinu: ,Móðir látin. Jarðarför á morgun. Virðingarfyllst.́ Það segir mér ekki neitt. Kannski var það í gær.“10 Sartre staldraði við notkun Camus á sagnorðum og þá einkum þátíðar- myndinni, samsettu þátíðinni eða núliðinni tíð, sem Camus notar í stað einfaldrar þátíðar sem var mun algengari í frönsku ritmáli og er enn. Þau blæbrigði sem þetta val skapar skila sér ekki í þeim íslensku þýðingum sem til eru á sögunni þar sem notkun þátíðar í íslensku er með öðrum hætti en í frönsku. En það hefur þau áhrif, heldur Sartre áfram, að slíta sögnina í sundur og koma í veg fyrir flæði eða samhengi. Því sé varanleiki ekki mögulegur. Inn á milli megi þó greina ljóðrænu sem sé líklega persónulegur tjáningarmáti höfundarins.11 En það mætti einnig lýsa stíl Útlendingsins á gjörólíkan hátt. Danski bókmenntafræðingurinn Jørn Boisen segir til að mynda að í skáldsögu Camus vegi fagurfræðin þyngra en hugmyndirnar og reynt sé að festa hendur á lífinu eins og því er lifað og eins og það er skynjað; verkið sé gersneytt allri abstraksjón og röksemdafærslu ólíkt heimspekirit- gerð Camus sem kom út sama ár, Le Mythe de Sisyphe, þar sem reynt sé að leysa heimspekilegt vandamál. Boisen líkir skáldsögunni við demant: það er sama úr hvaða átt sé horft, af henni stafi alltaf óvenjulegri birtu, hún sé ávallt óræð og ósnortin.12 En víkjum aftur að lesandanum. Hann sér atburði verksins í gegnum sögumanninn, Meursault. Sagan hefst þar sem hann fær fréttir af andláti móður sinnar og biður um frí í vinnunni til að fylgja henni til grafar. Meur- sault er að flestu leyti það sem kalla mætti ósköp „venjulegur maður“. Hann vinnur á skrifstofu, býr einn og á nokkra kunningja. Hann aðhefst lítið utan vinnutímans, situr löngum stundum á svölunum og horfir niður á götuna og honum finnst gott að synda í sjónum. Við vitum sáralítið um fortíð hans annað en að hann hefur búið með móður sinni og að þau töluðu lítið saman. Hún fór á elliheimili og hann heimsótti hana ekki oft. Lesandinn kynnist kunningjum hans og vinkonu, Marie, og fyrri hluta verksins lýkur á strönd
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.