Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 85
M a ð u r á s t r ö n d o g l e i t i n a ð j a f n væ g i TMM 2017 · 2 85 sem þeir sjá í söguhetju hans dæmi um absúrd mann eins og Sartre gerði eða eitthvað annað? Afstaða Camus í Alsírdeilunni stakk vissulega í stúf við pólitíska rétt- hugsun í Frakklandi á sínum tíma en sannfæringu hans um að Alsír ætti að vera hluti af Frakklandi má eflaust rekja til þess að hann fæddist þar, ólst upp og leit alla tíð á Alsír sem sitt land; báðir foreldrar hans fæddust þar einnig. Sterk tengsl Camus við Alsír koma vel fram í ritgerðum sem hann skrifaði snemma á ferlinum og voru meðal fyrstu útgefnu verka hans.25 Skáldsöguna Le premier homme, sem hann náði ekki ljúka og kom ekki út fyrr en 1994, byggir hann að hluta á sögu fjölskyldu sinnar í Alsír. Jafnvel þar heldur hann sig fyrst og fremst við þann heim sem stendur honum næst. Arabar í verkum hans eru oftast á útjaðri sögusviðsins þótt þeir geti líka verið þögull mið- punktur þess eins og í Útlendingnum. Í grein frá árinu 2007 og enn frekar í bók sinni Albert Camus, From the Absurd to Revolt (2008), komst John Foley að þeirri niðurstöðu að þótt Camus hafi haft „sögulega rangt“ fyrir sér með hugmyndum sínum um sambandsstjórn og réttlæti til handa öllum íbúum landsins, þá hafi hann einnig haft „sögulega rétt“ fyrir sér. Það hafi komið í ljós eftir að Alsír fékk sjálfstæði og Þjóðfrelsisflokkurinn FLN komst til valda árið 1962.26 Þess má geta að afstaða Camus í Alsírdeilunni og ólíkur skilningur á viðhorfi hans varð til þess að hætt var við sýningu í Aix-en-Pro- vence árið 2013 sem setja átti upp í tilefni aldarafmælis skáldsins.27 Hafi Camus viljað að frumbyggjar Alsír skrifuðu sjálfir sína sögu28 hefði hann eflaust kunnað að meta fyrstu skáldsögu alsírska blaðamannsins og rithöfundarins Kamels Daoud Meursault, contre-enquête. Hún er líklega ferskasta „umfjöllunin“ um Útlendinginn sem birst hefur á síðustu árum og þótt víðar væri leitað. Skáldsagan kom fyrst út í Alsír árið 2013 og ári síðar í Frakklandi. Kamel Daoud er lítt þekktur hér á landi en skáldsaga hans, sem nú er fáanleg í enskri þýðingu (The Meursault Investigation, 2016), vakti mikla athygli þegar hún kom út. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun og jafnvel verið sviðsett en áður sendi Kamel Daoud frá sér smásagnakver, L’Arabe et le vaste pays de Ô… (2008) og La Préface du Nègre (2008). Auk þess hefur hann starfað um árabil sem blaðamaður við dagblaðið Le Quotidien d’Oran.29 Nú skrifar hann einnig pistla í Le Monde og New York Times um málefni tengd íslam.30 Það er líklega ekki tilviljun að Daoud gaf út verk sitt á aldarafmæli Camus. Titillinn sýnir tengslin við Útlendinginn og sagan er eins konar svar við verki Camus, framhaldssaga, sem gerist í Alsír samtímans, en kannski ekki síst kveðja og virðingarvottur til Camus sem lést stuttu áður en Alsírbúar endur- heimtu sjálfstæði frá Frakklandi og tíu árum áður en Kamel Daoud kom í þennan heim. Einnig má segja að skáldsaga Daouds sé eftirgerð eða endur- ritun á Útlendingnum: hún telur nákvæmlega jafnmörg slög og verk Camus og er í senn spegilmynd þess og andstæða eins og upphafsorðin sýna: „Í dag er mamma enn á lífi.“ Sögumaðurinn er Haroun, yngri bróðir Arabans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.