Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 108
Á r n i B e r g m a n n 108 TMM 2017 · 2 ef menn vildu böl bæta, hvað þá að þeim væri haldið á lofti. Kommúnur Tolstojsinna hurfu, voru leystar upp, en þær voru tilraunir með samvinnu- búskap í kristilegum jafnaðaranda. Enginn vildi kannast við afdráttarlausa friðarhyggju Tolstojs né heldur boðorð hans um að hafna ofbeldi. Sovétríki Stalíns urðu refsiglatt lögregluríki þar sem gengið var mjög rækilega gegn flestu sem Tolstoj boðaði á siðferðilegu og pólitísku sviði. Hitt mætti svo fjölyrða um í góðu tómi hvernig skáldsögur Tolstojs nýtt- ust ungum lesendum í staðinn fyrir þær miklu bókmenntir sem lofað hafði verið að skrifaðar yrðu í Sovétríkjunum en gátu ekki orðið til. Það var af verkum Tolstojs og hans líka en ekki sovéskum samtímahöfundum sem nýjar kynslóðir lærðu sinn mannskilning og fengu hið almenna uppeldi til umburðarlyndis sem er að verki í margradda skáldsögu: lesandinn lærir að setja sig í annarra spor. En pólitísk áhrif hans urðu þó meiri annarsstaðar í heiminum. Og þá mest á Gandhi og hugmyndir hans um að grafa undan yfirráðum Breta á Indlandi með „andófi án ofbeldis“ – sem tókst að ýmsu leyti furðu vel. Upphafið stórfenglega og endalokin Nöfn Tolstojs og Majakovskijs voru bæði notuð mikið í hinni sovésku sögu, til fordæmis eða fyrirmyndar þegar smærri eða stærri breytingar voru á döfinni. Það má finna vissa hliðstæðu milli Tolstojs og þeirrar stöðu sem Alexander Solzhenytsin reyndi að ná með verkum sínum sem rufu þögn sem ríkt hafði um fangabúðir stalínstímans og þá grimmd í mannlegum samskiptum sem smaug um samfélagið allt vegna stjórnarhátta þeirra ára. Þetta gerðist á valdatíma Nikitu Khrúshjovs þegar sovéska ritskoðunin var á undanhaldi og allmargir ágætir höfundar hurfu frá þegnskyldulofi um sam- félag sitt og reyndu sem best þeir gátu að „endurheimta veruleikann“ ef svo mætti að orði komast. Horfast í augu við það sem er en ekki fela óþægileg sannindi á bak við rómantíska og þægilega óskhyggju, skrifa í þeirri von að sá tími kæmi aftur að mikilsháttar rithöfundur gæti orðið einskonar aukaríkisstjórn í landi sem býr við skert málfrelsi. Frá Majakovskíj ungum lá leiðin síðar meir til Jevtúshenko og annarra ungra skálda sjöunda ára- tugarins. Þá var aftur tekinn upp sá siður að tala beint til ljóðalesenda, safna þúsundum þeirra saman í stórum sölum. Til þess að fara með áður óprentuð ljóð og tala í þeim af meiri hreinskilni en áður var hægt. Þetta var ekki bein- línis í andsovéskum anda gert en að minnsta kosti í andstalínskum og reynt að fylgja eftir nauðsyn þess að skáld hlaupi ekki frá því að gagnrýna sína samtíð. Eitthvað nýttist arfur Majakovskijs í þessum ljóðafögnuði. Ekki má gleyma því sem tekið var fram í upphafi þessa máls: áhrif skálda á stórviðburði eins og byltingu eru erfið í útreikningi, verða seint metin og vegin svo sátt verði um. Síður verður deilt um áhrif rússnesku byltingarinnar á skáld og rithöfunda. Allir voru þeir, nauðugir sem viljugir, neyddir til að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.