Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 133

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 133
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 2 133 þeirra endar á því að hafgúan líkir Aletu við þennan stökkbreytta árgang og ítrekar þannig sambandið milli viðmæl- anda og viðfangs. Líkt og hin stökk- breyttu er Aleta sæborg, umformuð í krafti tæknilegs inngrips. Segja má að þessi myndasaga sem gengið hefur í endurnýjaða lífdaga í kjölfar vinsælla kvikmynda sé undir- liggjandi þema allrar skáldsögunnar en einnig má sjá ummerki reyfara af djarf- ara taginu. Því það sem á (kannski) upphaf sitt 1. apríl 1961 er nefnilega kynlífsmessa mikil, sem leiðir til barns- fæðinga ársins 1962. Allt hefst þetta með því að frú Thorsteinsson, ófullnægð kona á besta aldri, fer út úr húsi um miðja nótt og á holdlega fundi með fjór- um karlmönnum í tveimur köflum sem bera yfirskriftina „LEYNDARDÓMUR SVARTA ÞRÍHYRNINGSINS“. Titillinn vísar í þekkta reyfara frá fyrri hluta síð- ustu aldar sem gjarna báru álíka titla, eins og Leyndardómar Parísarborgar (1843, ísl. þýð. 1929–1930) og íslenska útgáfan, Leyndardómar Reykjavíkur (1932–33). Svarti þríhyrningurinn vísar auðvitað í skaut konunnar, en á þessum tíma var hin hamslausa háreyðing kyn- færasvæðisins ekki hafin. Þvert á móti þótti vel loðinn og dökkur þríhyrningur konunnar afar erótískur og var vinsælt viðfangsefni listamanna. Textatengslin teygja sig líka yfir í íslenskar samtíma- bókmenntir, því fyrri kaflinn ber undir- titlana „(69 af stöðinni)“ og „(Frúin sem læðist)“ og sá síðari „(Frá föstudags- kvöldi til laugardagsmorguns)“ og „(Klámvísa). 79 af stöðinni er fræg skáldsaga Indriða G. Þorsteinssonar (1955), Músin sem læðist (1961) er fyrsta skáldsaga Guðbergs Bergssonar og „Sunnudagskvöld til mánudagsmorg- uns“ er titill illræmdrar smásögu Ástu Sigurðardóttur frá árinu 1951, en tíu árum síðar, sama ár og frú Thorsteins- son flekar fjóra karlmenn á einni nóttu, kom einmitt út smásagnasafn Ástu og bar titil smásögunnar. Loks má nefna Vögguvísu (1950) eftir Elías Mar. Sögur Indriða og Ástu fjalla um frjálsar ástir kvenna, 79 af stöðinni um ástandið og „Sunnudagskvöld til mánudagsmorg- uns“ um drukkna konu sem hent er út úr veislu því hún fer á fjörurnar við mann sem hún girnist. Músin sem læð- ist lýsir því hvernig unglingsdrengur brýst undan kúgun móður sinnar og í Vögguvísu missir ráðvilltur unglings- piltur bæði sveindóminn og fótanna. Að þessu leyti líkist Ég er sofandi hurð meira Með titrandi tár en Augu þín sáu mig, því í þeirri síðarnefndu eru textatengslin fyrst og fremst erlend, meðan sú fyrrnefnda gerist á Íslandi og fjallar meðal annars um það að vera ‚íslenskur‘. Hurðin sækir mjög til íslensks veruleika, en samhengið er jafn- framt afar alþjóðlegt, eins og áður hefur komið fram. Og allar einkennast sögurnar af sam- spili við aðrar sögur. Góleminn segir ekki aðeins sína sögu heldur stíga aðrar persónur fram og segja sínar sögur og þannig fær sjálf sagnalistin mikið vægi og rúm. Frásagnartæknin byggir á því að flétta saman atburði, bæði sögulega og skáldaða, sögur sem eiga sér jafnvel stað innan annarra sagna, goðsagnir, myndskeið og margvíslegar tilvísanir, svo úr verður þéttur, fjölskrúðugur og sérstæður sagnavefur. Sjón blandar saman staðreyndum og skáldskap og gerir engan greinarmun þar á, sagn- fræðin rennur saumlaust inn í skáld- skapinn og skáldskapurinn ummyndar söguna. Þessi samansaumaði skapnaður endurspeglar svo sköpun gólemsins sjálfs, en hann birtist í verkum Sjóns sem samsett vera, mótaður og (um) myndaður úr efniviði sem sóttur er í bókmenntir, kvikmyndir, trúarbrögð,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.