Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 140

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 140
U m s a g n i r u m b æ k u r 140 TMM 2017 · 2 ekki bara frumlegar hugmyndir sem Andri Snær Magnason hefur fram að færa sem höfundur, heldur ekki síður þetta: að sjá skýra merkingu í einföldum hlutum og atvikum og þora að setja hana fram á beinskeyttan hátt, jafnvel þó hann sé að skrifa fyrir fullorðna. Einar Már Jónsson Með teiknibólum og þolinmæði (og talsverðu ímyndunarafli líka) Bergsveinn Birgisson. Leitin að svarta víkingnum. Bjartur, 2016 Í húsi Klíó eru margar vistarverur. Ef einhvern fýsir að gægjast þar inn, mæta augunum undarlegar sýnir og sumar með ólíkindum; á einum stað sitja menn að tafli en skákmennirnir á borðinu eru lifandi og berast á höggvopn, annars staðar læðast vélmenni og stunda gagn- kvæman vasaþjófnað með snöggum handahreyfingum, á enn öðrum stað liggja á borði bækur ritaðar á rykfallið pergament en upp úr þeim rísa menn og konur í alls kyns búningum og dansa eftir tónum úr sjálfspilandi slaghörpu, og þannig mætti lengi telja. Það þarf Ganglera til að bera skyn á allar þessar ótrúlegu sjónhverfingar. En í þessar vistarverur sækja reyndar menn af hans kyni, það eru sagnfræðingar, og reyna að finna sér stað sem þeim hugnast, með rúnum sem þeir gætu ráðið. Þeir velja sér því sérstæðari ristur sem hugrekkið er meira, og til að auðvelda þeim leitina sendir Klíó þjóna sína, það eru sögu- spekingar, til að vísa þeim veginn. Inn í einni af þessum vistarverum hefur Bergsveinn Birgisson komið sér fyrir og sendi hann fyrir skömmu frá sér afrakstur þeirrar dvalar í bók sem nefnist Leitin að svarta víkingnum. Það er ekki síst athyglisvert við bókina að hún ber allvel með sér hvernig sú vistar- vera var innréttuð, hvaða húsbúnað þar var að finna, og hvaða þjónar Klíó blésu honum í eyru. Á því byggist gildi henn- ar ekki síst. Í verki sínu vinnur Bergsveinn eftir hugmyndum ýmissa söguspekinga sem voru á kreiki í húsi Klíó á fyrri hluta síðustu aldar (og stundum kenndir við „Annálahreyfinguna“ svokölluðu í Frakklandi), hvernig svo sem þeir hafa blásið þeim hugmyndum sínum til hans, hvort það hefur verið leynt eða ljóst, í vöku eða draumi. Er til þess nokkur dægradvöl gerandi að rifja þær upp í stuttu máli, þótt þær hafi verið reifaðar áður. Þessir söguspekingar, sem voru um leið sagnfræðingar, áttu í deilum við eldri fræðimenn sem litu svo á að verk sagnfræðings væri fólgið í því fyrst og fremst að lesa heimildir fyrri alda með aðferðir sögugagnrýninnar að leiðarljósi – en þær höfðu þegar verið kerfis- bundnar allítarlega – tína þannig upp sögulegar „staðreyndir“ og síðan setja þær fram í riti nokkurn veginn eins og þær komu af skepnunni. Að þeirra dómi voru þessar „staðreyndir“ nefnilega þegar fólgnar í heimildunum, það þurfti einungis að greina þær frá öðru. Þetta viðhorf fannst söguspekingun- um ekki aðeins rangt heldur og ein- feldningslegt og þeir settu fram kenn- ingar sínar gegn þeim. Þeir litu svo á að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.