Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 144

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 144
U m s a g n i r u m b æ k u r 144 TMM 2017 · 2 En um hvað er að ræða? Í hverri ein- ustu stöðu í sögunni eru einhver innri rök, þótt þau geti stundum virst langsótt í augum nútímamanna, og verkefni sagnfræðinga er ekki síst að gera þau sýnileg, njörva þau niður í raunveru- leika síns tíma, og draga af þeim þær ályktanir sem þau gefa tilefni til. Á þennan hátt gerir Bergsveinn umsvif athafnamannsins Geirmundar fyllilega skiljanleg og segir sögu sem aldrei hafði áður verið sögð. Þessi „röksaga“ er aðal- efni bókarinnar, og myndar þannig annað „lag“ hennar. En Bergsveinn gengur enn lengra, hann heldur röksögunni áfram, setur hana fram með sviðsetningum þannig að hún breytist á köflum í „sögulega skáldsögu“. Yfir slíku fúlsa sagnfræð- ingar gjarnan, en það er skammsýni. Verkefni sagnaskáldsins á þessu sviði er oft það eitt að velta fyrir sér hvernig atriði sem heimildir nefna með einföld- um og almennum orðum – t.d. „hann bjó skip sitt“ – hafi gerst í hinum efnis- lega raunveruleika, sjá kannske fyrir sér menn sem eru að bræða skip sitt að öndverðu vori og láta það síðan vel þorna, það er svalt í veðri, menn berja sér til hita þegar þeir eru ekki beint yfir bræðslunni, og velta fyrir sér veðra- merkjum. Á þennan hátt spinnur Berg- sveinn upp langa og litríka frásögn af Bjarmalandsferð, uppfulla af persónum og atvikum, en þótt hún sé tilbúningur hans eru atriðin ekki önnur en þau sem gætu hafa gerst, og hljóta raunverulega að hafa gerst einhvern tíma í slíkum ferðalögum, en kannske ekki í sömu ferðinni. Með slíkum skáldskap bregður hann upp mynd úr veruleika tímans. En hann á til að ganga miklu lengra. Milli „röksögunnar“ og sögulegu skáldsögunnar eru ekki skýr mörk í verki Bergsveins, segja má að ofangreind frásögn af Bjarmalandsferð sé einhvers staðar á landamærunum, hún er ekki mjög langt frá því sem venjulegir sagn- fræðingar gætu leyft sér með sæmilega góðri samvisku. En eigi að síður er þessi sögulega skáldsaga það sem kalla mætti þriðja „lag“ verksins. Og er þessi randa- lín þá fullbökuð. En aðferðir eru einungis þáttur í verkinu; hversu snjallar sem þær eru felst gildi þeirra einungis í því hvaða sögu hægt er að byggja upp fyrir tilstilli þeirra. Og Bergsveinn beitir þeim til að setja fram nýja og róttæka kenningu um landnámið og mannlíf í landinu á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar. Hún er í stuttu máli á þessa leið: fornar heimildir eru litaðar af því þjóðfélagi sem var full- mótað á þeirra tímum, þegar Ísland var nánast eingöngu landbúnaðarland þar sem bændur yrktu hver sína jörð, það kallar Bergsveinn „landbúnaðarkenn- inguna“. Þær gerðu ekki ráð fyrir nema einni leið annarri fyrir menn að safna saman miklum auðæfum og það voru víkingaferðir á fyrri tímum, rán og grip- deildir á fjarlægum hálfum. Þess vegna var lýsing þeirra á landnáminu harla einföld: Norðmenn sem vildu ekki una yfirgangi konungsvaldsins tóku sig upp einn góðan veðurdag, sigldu til Íslands með sitt hafurtask og fundu sér þar bújörð. Kannske voru þeir líka í hernaði í og með til að fanga þræla og ambáttir. En þessi einfalda saga fær ekki stað- ist, segir Bergsveinn, það er ekki svo lítið mál að fara með sinn bústofn yfir ólgandi útsæ, t.d. þegar þess er gætt að hvert og eitt beljugrey þambar 30–40 lítra af vatni á dag og erfitt er að vita fyrir hve siglingin verði löng, og setjast svo að í ókunnu landi sem menn þekkja einungis af óljósum og kannske miður áreiðanlegum frásögnum annarra. Í rauninni er landnám við aðstæður af þessu tagi langt og flókið ferli; eftir að menn hafa fundið landið þarf að kanna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.