Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 149

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 149
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 2 149 lagi. Og hugmyndin um „hundrað bestu háskólana“ finnst honum sérkennileg. Hann fékk að reyna að vísindarann- sóknir, jafnt heima sem erlendis, eru ekki ávísun á fastar tekjur. Frelsi til rannsókna er takmarkað af þessum ástæðum: orkubúskapur frumunnar var t.d. ekki „inni“ þegar Valgarður vildi rannsaka hann. Það gerðist ekki fyrr en hann hafði þurft að söðla um og snúa sér að öðrum rannsóknum. Kerfið sem hann lifði í og var háður fjárhagslega var honum andsnúið. Hann beitir kaldhæðni af list þegar hann fer yfir þessa rannsóknasögu. En hann getur glaðst við að það sem hann varði sínum manndómsárum til að rannsaka, það hefur orðið að viðamiklu rannsókn- arefni nú á síðustu árum. „Veröldin er interessant.“ Og margir vísindamenn sem nú hafa gert garðinn frægan voru undir handleiðslu Valgarðs á rann- sóknastofum hér heima. Veröldin er interessant, en það er vá fyrir dyrum, og Valgarður ræðir þetta út frá sjónarmiði vísindamannsins og skáldsins og hefur áhyggjur af tómlæti, ekki bara pólitíkusa, skólamanna og hagfræðinga, heldur líka almennings. Sumir fara bara að flissa þegar alvöru ber á góma. Hann talar einnig um „oftrú almennings á vísindum“ og segir hana hættulega (bls. 292). Afjarma Valgarður er fræðari. Við getum notað þessa bók til að fræða börnin okkar. Börn skilja þurran húmor og kaldhæðni. Kennarinn gæti nýtt bókina í nestistím- um, t.d. kaflann um Langskóla Íslands og þá framtíðarsýn Valgarðs að stofnuð verði foreldrafélög við háskólana. Þetta er texti sögumanns, hann hent- ar upplestri, því að það er í honum seið- andi hljómur. Kennarinn getur líka úthlutað ritgerðarefnum og verkefnum til umfjöllunar og umræðu. Bókin spannar mörg fræðasvið: landbúnaðar- fræði, þjóðháttafæði, uppeldisfræði, líf- fræði, fagurfræði, skáldskap. Ekki síst heimspeki. Og íslenskukennarinn fær upp í hendurnar efni í marga tíma, ókeypis, sbr. dæmin um blágrýtisnorðlenskuna: Ég hebði komið en veður leybði ekki; Jón í Höbða tabði stutt; það er mennnntahebð í Höbðahverfi. Skállllkur inn strauk jállllkinum um kjállllk ann. Einnig um merkingu máls. Hvað merkir það t.d. þegar gagnrýnandinn segir: „Listamaðurinn nýtir rýmið á afskaplega áhugaverðan hátt“? (Þetta þarf að segja alveg svipbrigðalaust.) Inn- antóm orð? Og hér er dæmi um að framburður tveggja setninga getur verið sá sami þótt stafsetning og merking sé ólík; Valli litli heyrði Ingibjörgu Þorbergs syngja: „Lísa stóð um langar nætur.“ Hann sá Lísu fyrir sér þar sem hún beið standandi eftir elskhuganum nótt eftir nótt. En þetta merkti víst annað: „Lýsast óðum langar nætur.“ Það var vor í lofti. Og svo eru það lýsingarorðin sem enda á -a: Um leið og kennarinn fer yfir skilgreininguna: óbeygjanleg, stig breyt- ast ekki o.s.frv. getur hann fylgt henni eftir með dæmum úr landbúnaði: seig- mjólka, troðjúgra; og ærnar voru afjarma seint á haustin þegar drengur- inn hleypti þeim út til beitar. Vísindamaðurinn Valgarður er maður orðsins þó hann hafi ekki tekið upp skáldanafnið Leirdal. Hann býr til orð sem eru stundum eins og mikilvæg stef í verkinu. Þannig eru lýsingarorðin nautnslævður og nautnskertur látin ná yfir neysluhyggjumanninn sem hefur úthýst fagurfræðinni og nautninni; slík- um manni er ekkert heilagt lengur: fugl- arnir syngja ekki fyrir svoleiðis fólk. –
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.