Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 10
S i g r í ð u r D ú n a K r i s t m u n d s d ó t t i r 10 TMM 2016 · 4 ekki að þeirri viðteknu hugmynd að konur hljóti að vera sammála um flest vegna þess að þær eru konur. Árið 1994 gengur Kvennalistinn til samstarfs við miðju og vinstri flokk- ana í borgarstjórn Reykjavíkur og býður með þeim fram um vorið undir merkjum Reykjavíkurlistans. Hafði Kvennalistanum verið lofað borgar- stjórastólnum ef Reykjavíkurlistinn næði meirihluta sem hann gerir, eða 52% atkvæða á móti 47% atkvæða Sjálfstæðisflokks. Ekki eru allar Kvenna- listakonur sáttar við þessa aðgerð þar sem hún gengur þvert á þá forsendu Kvennalista að hann sé grasrótarhreyfing og hvorki til hægri né vinstri í hefðbundum stjórnmálum. Árið 1998 myndar Kvennalistinn svo formlega Samfylkinguna ásamt Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Þjóðvaka. Gosið er búið. Það kraumar í kvikuhólfinu Ekki fer þó öll kvikan í kvikuhólfinu þessa leið og gosórói mælist áfram. Árið 1999 er ráðstefnan Konur og lýðræði haldin sem stefnir saman konum frá tíu þjóðlöndum; norrænu löndunum, baltnesku löndunum, Rússlandi og Bandaríkjunum. Ráðstefnan er verkefnamiðuð og miðast við verkefni sem bætt geta stöðu kvenna í stjórnmála- og efnahagslífi. Sett eru á lagg- irnar fjármögnuð verkefni í þessum löndum og er framlag stjórnvalda á Íslandi óframseljanlegt fæðingarorlof feðra sem fært er í lög árið 2000. Árið 1999 er Félag kvenna í atvinnulífinu stofnað, 2003 Femínistafélag Íslands og 2006 Exedra, samtök kvenna í menningu, listum og atvinnulífi. Hug- takið femínismi heldur innreið sína og nær bæði til kvenna og karla, sem finnst sumum, rétt eins og konum, nauðsynlegt að endurskapa persónu sína í síbreytilegu samfélagi. Dæmi um það eru karlahópur Femínistafélagsins og átakið „Karlmenn segja NEI við nauðgunum“. Einnig er farið að kenna kynjafræði í framhaldsskólum.10 Allt eru þetta skjálftar. Um svipað leyti á sér stað aukin klámvæðing og þar sem Netið er komið til sögunnar er klámið mun aðgengilegra og útbreiddara en áður var. Það hlut- gerir og niðurlægir konur og gengur þvert á þá persónusköpun sem konur hafa stundað í meira en hundrað ár. Ekki líður á löngu þar til að skjálfa tekur hressilega í eldstöðinni. Árið 2011 er fyrsta druslugangan farin í Reykjavík og er markmið hennar að uppræta það viðhorf til kvenna að ef þær klæði sig á ákveðinn hátt, séu ofurölvi eða bara staddar á skemmtistað bjóði þær upp á kynferðislegt samneyti og að ekki sé ástæða til að spyrja hvort þær vilji það eða ekki. Þær séu druslur, hlutir sem má taka, eins og skilja má af kláminu. Vorið 2015 brestur svo á brjóstabyltingin eða „frelsum geirvörtuna“. Að henni standa ungar konur sem búnar eru að fá nóg af þessu viðhorfi og með því að bera brjóst sín á almannafæri benda þær á að brjóst eru ekki kynlífs- leikfang eða klámviðfang heldur hluti af líkama kvenna rétt eins og hendur og fætur. Ber brjóst á almannafæri eru aðferð til að afklámvæða líkama
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.