Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 55
Á k a f i í s n j ó TMM 2016 · 4 55 ræða. Eða hvað? Þýski fræðimaðurinn Theodor Adorno lét eitt sinn þau orð falla að þótt kollegi hans Walter Benjamin hefði réttilega bent á dæmi- sagnasniðið á textum Kafka, þá hefði „lykillinn“ að þessum dæmisögum verið „numinn brott“ – og sá sem ætlaði að bjarga sér með því að búa til lykil úr því brottnámi myndi einnig fara villur vegar. Í sömu ritgerð segir Adorno að stærstu sagnaverk Kafka séu „leynilögreglusögur þar sem mistekst að afhjúpa glæpamanninn“. Hvað er þá til bragðs að taka? Fyrsta reglan er sú, segir Adorno, „að taka allt bókstaflega, að þekja ekkert með hugtökum sem koma að ofan.“5 „Raddað myrkur“ Þótt kannski sé ástæða til efasemda um umfangsmiklar symbólskar eða allegórískar útleggingar á textum Kafka, er vandséð hvernig við getum látið við það sitja að lesa verkin „bókstaflega“ – og líkt og aðrir rýnendur reynist Adorno breiða ákveðin hugtök „að ofan“ á þennan sagnaheim í túlkun sinni. En Kafka er raunar skrefinu á undan Adorno í lyklapælingum, því að þýskt heiti Hallarinnar, Das Schloß, merkir einnig skrá eða lás. Ekki nóg með það heldur hefur Kafka í Höllinni sjálfur þakið sagnaheim sinn hulu – því að snjóbreiða hvílir yfir öllu. Þessi snjóbreiða er tvíbent í sjálfri sér, eins og fram kemur þegar K. fer á stúfana í birtu næsta dags: Nú sá hann höllina hið efra þar sem hún blasti við með skýrum dráttum í tæru loftinu og enn skýrar vegna snjóhulunnar sem lá yfir öllu, svo að öll form eignuðust eftirmynd sína. Annars virtist mun minni snjór vera uppi á hæðinni en hér í þorp- inu, þar sem K. þokaði sér áfram með engu minni erfiðismunum en á þjóðveginum í gær. Hér náði snjórinn upp að gluggum smáhýsanna og fergði jafnframt hin lágu þök, en uppi á hæðinni gnæfði allt frjálst og létt til himins, að minnsta kosti virtist svo vera héðan að sjá. (15) Snjórinn hylur margt og jafnvel fergir, en hann skerpir einnig vissa drætti með „eftirmyndum“ sínum. En það sem virðist gnæfa „frjálst og létt“ hið efra hefur hinsvegar áður verið rætt með fyrirvara í sögunni, því að K. hefur tjáð vertinum í veitingahúsinu, þar sem hann fékk að gista, að hann sé ekki viss hvort hann vilji búa í höllinni. „Ætti ég til dæmis að vinna hérna niðurfrá, væri skynsamlegast að búa hérna líka. Auk þess óttast ég að lífið uppi í höll- inni myndi ekki henta mér. Ég vil ætíð vera frjáls“ (13). Hér má heyra hinn mikilvæga en óræða samslátt frelsis og byrjunar. Hver er K. og hver miðlar okkur því sem textinn segir „bókstaflega“? Svo aftur sé litið á upphafslínur sögunnar, þá vaknar strax sú kennd að á milli K. og sögumanns sé einkennilegt bil. Hver sér hvað? Þarna er þorp en það er „á kafi í snjó“; síðan er sjónum beint að því sem ekki sést í þoku og myrkri: „hallarhæðin“ og „höllin stóra“. K. stendur lengi og horfir „upp í tómið sem þar virtist vera“. Hefur K. enga hugmynd um hvað þarna er að sjá? Þegar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.