Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 58
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 58 TMM 2016 · 4 lega (349–350). Segja má að þar séum við aftur komin að rödduðu myrkri. Lestrarsjónin á sér stað hið innra, ekki úti í birtunni, en hið sama má reyndar segja um alla sjón. Mendelsund vitnar til orða breska taugasérfræðingsins og rithöfundarins Olivers Sacks: „Maður sér ekki með augunum, maður sér með huganum“ (172) – en um þetta efni hefur Árni Kristjánsson sálfræði- prófessor einmitt fjallað í nýlegri bók sinni, Innra auganu.9 Órólegur söguheimur Þetta innra auga lesandans – sem öll skynfæri fóðra í reynd – gegnir lykil- hlutverki í tengslum hans við allan textann. Mendelsund víkur að því að höfundar segi okkur ekki aðeins sögu, heldur feli í henni leiðbeiningar um hvernig hún skuli lesin. Skáldsaga miðlar til lesanda ýmsum „reglum“, aðferðum sem gagnast við lesturinn, og ummerkjum þess hugar- og þekk- ingarstarfs sem þar fer fram og þeirrar ímyndunar sem kallað er á (125). Í mjög mörgum skáldsögum eru þessar reglur reyndar flestar góðkunnar og hefðbundnar. Said segir í áðurnefndri bók sinni um byrjanir: „Bókmenntir eru krökkar af fornkunnum byrjunarstefjum þrátt fyrir þá nauðung að verk hefjist in medias res, siðvenju sem leggur á byrjunina þá blekkingaráþján að ekki sé um byrjun að ræða“ (43). Sá háttur að hefja sögu í miðjum klíðum getur virst stundaráskorun fyrir lesandann, en hefðin hefur einmitt tamið þessa aðferð og tímavíddir söguheimsins skýrast yfirleitt fljótt: Lesandinn er miðsvæðis, hann er einskonar landmælingamaður með góða yfirsýn og greiðan aðgang að helstu kröftum sem knýja söguna áfram. Sumir þeirra upplýsast kannski ekki að fullu fyrr en í lokin, eins og algengt er í spennu- sögum, en þeir eru samt í augsýn. Á hinn bóginn má segja að sérhver bók sem eitthvað kveður að, skapi lesandanum leið sem er með einhverjum hætti háð nýjum og áður óþekktum „reglum“ eða mynstri sem numið er með ferskum hætti. Möguleikar sköp- unargáfunnar og ímyndunaraflsins eru sem betur fer óteljandi, þótt oft sé sagt að grunnform frásagna og annarrar tjáningar séu fá. Það sem einkennir Höllina er ekki aðeins róttækni byrjunarinnar, heldur framlenging hennar og endurnýjun í gegnum allan textann. Þar sem sagan hættir er líkt og enn sé eitthvað að byrja, og það vill svo til að síðasta orðið er „sagði“, sem hangir í lausu lofti (415). Þessi söguheimur róast ekki, lesandi nær ekki að slá mál- bandi sínu á hann, heldur hrekst um með K., án þess að njóta beinlínis sam- neytis við hann, aldrei viss um það hvort hann hafi aðgang að því sem K. sér, og samt er sagan bundin K., ferðum hans, sjónhring og samræðum við aðrar persónur. Hér að framan var vikið að því hvernig við leysum mynd sögupersóna úr viðjum bókstafanna. Aðalpersónan í annarri skáldsögu Kafka, Réttar- höldunum, heitir Jósef K., en ferðalangurinn sem kemur að þorpinu í upp- hafi Hallarinnar heitir einungis „K.“. Ekki er að sjá að öðrum persónum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.