Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 68
K r i s t j á n J ó h a n n J ó n s s o n 68 TMM 2016 · 4 vegna á að kenna og læra íslenska bókmenntasögu í framhaldsskólum? Eitt svarið er að bókmenntirnar gefa okkur sérstaka og dýrmæta innsýn í reynslu og tilfinningalíf genginna kynslóða og þær eru hluti af okkur sjálfum.5 Einn af hornsteinunum í grein Hörpu er sú staðreynd að nemendahópur framhaldsskólans hefur gjörbreyst á undanförnum áratugum, og hafði þegar gert það þegar hún skrifaði sína grein. Það er einmitt með hliðsjón af því sem margir töldu á þeim árum að þekking um bókmenntir skipti litlu í bókmenntakennslu og það væri ef til vill draumórakennd hugmynd að koma slíkum fróðleik áleiðis til framhaldsskólanema. Meginviðfangsefni skólans væri að efla læsi nemenda. Ef við réttum nemendum án frekari skýringa þær bækur sem okkur hefur verið sagt að séu mikils virði og segjum þeim að njóta þeirra, getur reyndin hins vegar orðið sú að þeim hundleiðist. Það er vegna þess að heimurinn breytist stöðugt. Bækur verða að eiga erindi hér og nú en það þýðir alls ekki að öllum bókum eigi að breyta í einhvers konar einfaldaða útgáfu af nútímanum. Grundvallarviðhorf í grein Hörpu er líklega að hún telji það hlutverk kennarans að opna fyrir nemendum hvað það er í bókinni sem hrifið hefur fólk, draga það fram í verkinu sem höfðað gæti til nemenda en ekki láta nægja að lýsa því út frá formlegum einkennum. Á síðustu áratugum tuttugustu aldar hefur bókmenntakennsla sennilega verið nokkuð þjökuð af formlegum sparðatíningi en ekki eru til neinar athuganir eða staðfestingar á því. Bókmenntasaga og bókmenntafræði geta orðið kennurum ómetanlegt haldreipi til þess að skilgreina samband bókar og lesanda, skilja gildi túlk- unar og nota hana sem aðgöngumiða að áhugaverðum samræðum. Ef bók- lestur nemendanna á að skemmta, efla skilning á mannlífinu og byggja upp málþroska verður kennarinn að mæta til leiks með rökstuddan skilning, bæði á nemendum og bókmenntum. Ekki spillir að hafa þekkingu og skiln- ing á samfélaginu. Það er með öðrum orðum ekki víst að bókmenntahæfi (literacy) bygg- ist upp með vélrænum lestri bóka sem einhver annar hefur einhvern tímann lokið lofsorði á. Til þess að lestur þroski nemendur þurfa þeir að tengja reynslu sína við efnið sem þeir lesa og takist vel til í samræðum við kennarann geta þeir túlkað bæði sig og bókina upp á nýtt. Um þetta hafa margir skrifað. Í Skímu er grein, aðgengileg bæði á neti og pappír, um læsi og túlkun sem fjallar um þetta meðal annars.6 Í læsisumræðu síðustu ára hafa kennarar þurrkað út skilin milli læsis, þekkingar og túlkunar og gert læsi að gunnfána vígreifrar kennarastéttar. Læsishugtakið er farið að merkja bæði þekkingu og skilning á því sem lesið er um svo að nú tölum við um „hólkvítt læsi“ af ýmsu tagi eins og auglýst var á ráðstefnu fyrir skömmu. Betra væri að halda aðgreindum hugtökunum læsi, þekking og túlkun, þó ekki nema til þess að átta sig á því að læsi getur merkt afkóðun tákna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.