Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 69
L í f i ð o g d a u ð i n n TMM 2016 · 4 69 sem byggist á nokkuð hörðum samningi um bókstafi, hljóð og orð, meðan þekking og túlkun eru miklu margbreytilegri og flóknari hugtök. Læsi og skilningur eru tengd hugtök en ekki eitt og hið sama. Tökum hugtakið „menningarlæsi“ sem dæmi. Ef ég er aðdáandi einræðisstjórnar þá segir mitt „menningarlæsi“ mér að nánast allt sé gott sem þar er gert. Ef ég er andsnúinn einræðisstjórn segir mitt „menningarlæsi“ mér að flest sé í ólagi í slíkum ríkjum. Er ég þá jafn vel „læs“ á menningu einræðisríkja hvernig sem ég skil þau? Er merking ekki tengd gagnrýninni hugsun og rökstuðningi? Er allt rétt sem mér dettur í hug vegna þess að mér datt það í hug? Hér finnst mér ansi miklu hentugra að tala um skilning en læsi. Það er ekki líklegt til árangurs að grauta saman hugtökum með ólíkt merkingarsvið. Við höfum margs konar þekkingu og skilning á menningu og sögu. Við getum notað bókmenntir til þess að dýpka skilning okkar á flóknum og vandmeðförnum hugtökum. Það gerist hins vegar ekki með því að flýja bókmenntafræði, heimspeki eða aðrar leiðir til þess að vinna úr hugsunum og textum. Það gildir þó að fullt tillit sé tekið til aldurs og þroska nemenda. Tökum hér sem dæmi umræðuefni sem enginn mér vitanlega getur vikið frá sér um aldur og ævi, þó við reynum vissulega að gleyma því löngum stundum. Það er dauðinn. Erum við „læs“ á dauðann eða höfum við á honum ýmiss konar skilning sem ef til vill kemur okkur misvel á ögurstundum? Samkvæmt þeim skilningi sem nú er vinsælastur á hugtakinu læsi, þá hlýtur traust dauðalæsi að vera mikilvægt. Ýmsir bókmenntatextar Einn þeirra rithöfunda sem fjallað hafa um dauðann á áhugaverðan hátt er hinn norski Jostein Gaarder. Hann er þekktastur fyrir bókina Veröld Soffíu en hér verður vikið að annarri bók eftir hann, Í spegli, í gátu sem kom út á íslensku árið 2001 í vandaðri þýðingu Ernu Árnadóttur.7 Í miðpunkti sögunnar er lítil stúlka sem er að deyja. Engillinn Aríel kemur til að heim- sækja hana, fölur, sköllóttur og vængjalaus, en jafnframt guðdómlegur. Samskipti þeirra eru ekki á sviði hversdagslífsins, þau hittast í hliðarheimi og einnig á milli heima. Engillinn er stúlkan og stúlkan engillinn á nokkuð flókinn hátt en jafnframt skapandi. Þau tákna hvort annað vegna þess að dauðinn er hluti af lífinu en ekki groddaleg andstæða þess. Lífið á sér ferða- lok eins og allar aðrar ferðir sem farið er í. Við getum séð fegurðina í lífinu ef við vitum að það er breytilegt og stutt. Sorgin er hlutskipti þeirra sem eftir verða þegar einhver deyr og hún er, að minnsta kosti í bók Gaarders, miklu erfiðari en dauðinn. Stúlkan og engill- inn eiga það sameiginlegt að þau eru ansi forvitin hvort um annað! Engillinn skilur lítið í mannfólkinu og finnst það í grundvallaratriðum ansi skrýtið. Þau koma eiginlega bæði úr fjarlægum stöðum eða hvort úr sinni menningu ef svo mætti segja.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.